Kirkjuritið - 01.12.1970, Side 41

Kirkjuritið - 01.12.1970, Side 41
Gtinnlaugur Finnsson: Holtskirkja 100 ára Hinn 2. ágúst sl. var hátíðlegt lialdið 100 ára afmæli kirkj- unnar í Holti í Önundarfirði. Kirkjan var reist árið 1869, og var þess niinnst af sóknar- börnum Holtssóknar á fyrra ári, en sökum þess að koinið var liaust, þegar lokið var við endurbætur á kirkjunni og smíði nýrrar forkirkju, var frestað almennum hátíðahöldum til næsta snniars. Hátíðin liófst með liátíðarmessu í Holtskirkju. Var kirkjan In'tt setin, hæði af lieimamönnum sem gestum, einkum lirott- fluttum Önfirðingum. Séra Jón Ólafsson fyrrum sóknarprestur °g prófastur í Holti flutti álirifaríka predikun, en þeir séra Lárus Þ. Guðmundsson, núverandi sóknarprestur í Holti, séra Jóliannes Pálmason á Stað í Súgandafirði og séra Stefán Egg- nrtsson prófastur á Þingeyri þjónuðu fyrir altari. Við guðþjónustu þessa var frumHuttur sálmur, ortur af Halldóri Kristjánssyni á Kirkjubóli í tilefni afmælisins. Enn- ifemur stólvers, ort af Guðmundi Inga Kristjánssyni í sama tilefni. Að liátíðarmessu lokinni var ölluin kirkjugestum boðið Ii 1 ^einiavistarskólans í Holti. Á annað hundrað manns sat þar 'eizlu í boði sóknarprests og sóknarnefndar, en konur úr sveitinni lögðu fram vinnu sína og fyrirhöfn. Undir borðum flutti Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri gagn- Wierkt erindi um Holt og Holtskirkju, frá því er sögur um ^ana liófust á 11. öld til ársins 1869. Palið er hugsanlegt að kirkja hafi risið þar þegar eftir ^ristnitöku. Kom fram að snemma á öldum hefur Holtskirkja 'erið eins konar liöfuðkirkja á Vestfjörðum, enda getur að Unna í máldögum frá 14. öld, að til hennar liggur „eyristollur 'ö hverjum skattmanni milli Auðna í Kjálkafirði og Kleifa í ^eyðisfirði“. Var erindi lians hið fróðlegasta, og verður efni þess ekki ^rekar rakið liér, enda er þess að vænta að það komi síðar f>rir almenningssjónir.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.