Kirkjuritið - 01.04.1978, Side 8

Kirkjuritið - 01.04.1978, Side 8
Með nokkrum haetti mætti segja, að Gyðingar hefðu hafnað fagnaðar- erindinu sem þjóð og forréttindi þeirra til að heyra það hefðu gengið til hinna, sem upphaflega voru í „öðru sæti“: heiðingjanna. Og þó stendur frumréttur Gyðinganna með nokkrum hætti í gildi. Þeir eru og verða útvalin þjóð Guðs, sem hann hefur á engan hátt hafnað. ,,Leifar“, sem [ hans aug- um eru hinn sanni ísrael, hafa ætíð verið við lýði og munu ætíð verða. Og kynslóðir Gyðinga, sem ekki hafa átt þess kost að taka afstöðu til Jesú Krists, og verða þess vegna að fá að heyra boðskapinn um hann, spretta upp æ á ný. í rauninn hættir kristniboðið meðal Gyðinga aldrei að hafa forgang. Það hlýtur og verður í vissum skilningi stöðugt að vera fylkingarbrjóst kristni- boðsins. Það skiptir meira máli, að sá fremsti fylkingarbroddur sé bitur og hvass heldur en hann sé breiður og fjölmennur. En eitthvað skortir sár- lega í þá kirkju, sem ekki sér til þess, að þetta fylkingarbrjóst sé á sínum stað og vel vopnum búið til að standa í hörðustu hríðinni . En ríki Guðs er ekki ætlað neinni einni þjóð einungis, ekki einu sinni þjóð ísraels. Og því sveigir her kirkj- unnar skjótt móti hinum heiðnu fram- sveitum. Og þangað beinist afl hans af þunga og í baráttu til sigurs. „Heið- ingjarnir með tölu og leifar ísraels." Þau orð verða æ sannari. í síðasta stríði er enn frekar og í bókstaflegri merkingu gengið á „leifarnar". Næst- um þriðjungi kynþáttarins er útrýmt. „Tala heiðingjanna“ verður stærri og stærri með hverjum degi, sem líður. Kristniboðið er þess ekki umkomið að hafa við hinni gífurlegu fólksfjölgun í öllum heiðnum löndum. Þar verður fylkingarbrjóstið aldrei nógu breitt ne vel mannað. En um síðir, segir Guð orð, mun ísrael einnig koma með tölu. Inn' ganga heiðingjanna í ríki Guðs ska1 tendra hugi Gyðinganna, og hinn sanni ísrael mun allur frelsast. Og Þa verður öllu kristniboði lokið, aðeins einn sigrandi söfnuður í heimi. En hvert verður þá í stuttu máli gi^1 kristniboðsins meðal Gyðinga fyr,r heiðingjakristniboðið og hið gagn' stæða, á meðan enn er barizt á tvenn- um vigstöðvum? Gyðingakristniboðið er fyrsta kær' leiksskylda kristins safnaðar, hl fyrsta endurgjald kærleikans til hans^ sem fæddist barn meðal ísraels unni þjóð sinni allt að tárum og bléð1- Sá er snertir ísrael, snertir augaste'n Guðs. Sá, er ber hjálpræði ísrae|s fyrir brjósti, gleður hjarta Guðs. Þess vegna verður kristniboð1 meðal Gyðinga prófsteinn á heilin 1 og hita kristniboðshugans. Kristnibo ið veldur sífelldu hneyksli, einku^ gyðingakristniboðið. En einmitt ÞeS.s vegna er það lagt svo á hjarta hved um sönnum kristniboðsvini, að hanf1 gleymir því aldrei. Og því er næs,a vel við hæfi á ofsóknartímum, Þe9 gyðingakristniboðið verður fyrst fYr' árásum og má alls ekki heyrast nefn ■ að þvi sé einfaldlega gefið he' „kristniboðið." j Gyðingakristniboðið verður einnið raun einkenni hins sanna kristnibo vilja á þann hátt, að það er a^(6 borið uppi af stórfelldum árangti 0

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.