Kirkjuritið - 01.04.1978, Side 36

Kirkjuritið - 01.04.1978, Side 36
sunnudags hjá Matteusi 21:5: „Sjá, konungur þinn kemurtil þín.“ Konung- ur himnanna var kominn til þess að flytja hana heim til hins fagra lands lifenda. Jarðarförin fór fram á laugar- daginn fyrir páska, sama daginn og Jesús steig niður til heljar með Ijós fagnaðarerindisins ,,og predikaði fyr- ir öndunum í varðhaldi," (I. Pét. 3:19). Heima á íslandi syngjum við sálm Hallgríms, „Allt eins og blómstrið eina.“ í Danmörku syngjum við sálma eftir Brorson, skáld jólanna, Kingo, skáld páskanna, eða Grundtvig, skáld hvítasunnunnar. Og á þessum degi var talað um Jesúm Krist, sem stóð á páskamorgni, ungur, sterkur og hug- rakkur, framan við opna gröfina, enn með blóðug sár þjáningarinnar, en hafði nú slíðrað sverð sitt, eftir að hafa sigrað óvinina, synd og dauða, og breiddi út faðminn til þess að bjóða gjörvöllum heimi til fagnaðar í konungsríki sínu. „Sjá konungur þinn kemur til þín.“ Við jarðarförina var mikið af blóm- um, kertaljós, yndisleg orgeltónlist og sálmasöngur. Eitt af barnabörnum okkar, Lisbeth, næstum 10 ára, sagði við mig: „Afi, ég er með nokkrar krón- ur í vasanum, sem ég á sjálf. Ég setla að kaupa blómvönd til þess að leggi3 á kistuna." Og hún keypti Ijósrauða túlípana .Eftir athöfnina sagði hún við mig: „Afi .rneðan þú varst að tala, sa ég blómin mín opnast." Þess vegna hef ég nefnt þessa grein: „Og blómin sprungu út.“ Um seinustu jól sendi ég 96 jóla* kveðjur til vina um allan heim, flestar til íslands ,sem ég kalla land fjðl' skyldunnar, ættarinnar og hinnaf tryggu vináttu. Ég endurtek hana til íslenzkra starfsbræðra minna, prest- anna: Vér tendrum aðventuljósin. I myrkri heimsins skín Ijósið frá fjár' húsinu í Betlehem, svo að vér getum ratað heim — til hins fagra lands lif' enda. Þökk fyrir andlitin, sem við sáum, raddirnar, sem við heyrðum og vináttuna, sem við urðum aðnjótandi- Blessunarkveðjur ár 1978 post Christum natum. Finn Tulinius. 34

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.