Kirkjuritið - 01.04.1978, Blaðsíða 62
hún gæti þá bæði verið tjáning á þvi
hvernig menn una kjörum sínum, upp-
bót á veruleikann og tæki til að efla
hagsmuni sína.
Sé þessum hugmyndum nú beint að
kristinni hugmyndafræði sérstaklega,
er Ijóst að það hlutverk kennisetning-
anna að miðla sannindum um opinber-
un Guðs er talið vera yfirborðshlut-
verk eða „hugmyndafræðileg blekk-
ing“: líta beri á inntak kristinnar hug-
myndafræði sem tálsýn sprottna af til-
raunum manna til að tjá dýpstu óskir
sínar og vonir, lausn undan illu og
e. t. v. gersamlega óbærilegu hlut-
skipti.
En um leið gegna kennisetningar
kristinnar hugmyndafræði því mikil-
væga félagslega hlutverki að tryggja
samheldni um viss grundvallarverð-
mæti cg sjónarmið: hverju samfélagi
er slík samstaða lífsnauðsynleg eigi
það ekki að riðlast vegna deilna og
ágreinings. (sbr. orð Þorgeirs Ljós-
vetningagoða við Kristnitökuna). —
Kristnu samfélagi er boðskapur Krists
(eða á að vora) sú andlega uppspretta
sem allir þognar slá skjaldborg um
og sækja lífsmat sitt til.
Þetta hlutverk kristindómsins að
tryggja vissa samheldni er í raun sam-
fléttað öðru og vafasamara hlutverki,
því að efla og tryggja yfirráð ákveð-
inna valdaaðila og viðhalda þeim.
Þetta síðasta atriði þarfnast nánari
skýringa. Samkvæmt kenningu Karls
Marx er verkaskiptingin í þjóðfélaginu
undirrót stéttaskiptingar en hún hefur
í för með sér mótun ákveðinna valda-
aðila sem leggja grunn að stjórnkerfi
samfélagsins og leita eftir því að vera
viðurkenndir sem réttmæt yfirvöld.
Ekki felur náttúran neinum manni
völd; yfirvöld verða því að réttlaeta
tilvist sína, t. a. m. með því að sann-
færa fólk um guðlegan uppruna sinn,
með þvi að fullvissa það um hæfileika
sína og getu til að tryggja sameigin-
lega hagsmuni eða með enn öðrum
hætti. Hugmyndafræðin er þá eins
konar tæki í höndm valdaaðila, tæki
til þess að réttlæta aðgerðir þeirra-
Hin „hugmyndafræðilega blekking“ er
hér fólgin í því að valdaaðilar búa
einkahagsmuni sína í dulargervi heild-
arhagsmuna samfélagsins.
Ég mun síðar víkja að fyrra atrið-
inu í þessari kenningu, þ. e. skýring-
unni á inntaki kristinnar hugmynda-
fræði í Ijósi mannlegs hlutskiptis,
ræða hér nokkru nánar um kristna
kirkju og kennisetningar hennar í Ij0®1
síðara atriðisins, þ. e. „hlutverka
skýringarinnar.
Samkvæmt umræddri lýsingu ®rlJ
meginuppsprettur kristinnar hug-
myndafræði tvær: Kristur annars veg-
ar, kirkjuleg yfirvöld hins vegar-
Skýrasta dæmi þess að viðurkenning'
in á Kristi og boðskap hans er teng
viðurkenningu á kirkjunni og yfirvöld
um hennar er að finna í kristnum t|U
arjátningum. í niðurlagi postullegrar
trúarjátningar segir: ,,Ég trúi á heilað
anda anda, heilaga almenna kirkJUi
samfélag heilagra, fyrirgefningu syn°
anna, upprisu holdsins og eilíft l> '
Þessi lokasetning trúarjátningarinn
skírskotar nær eingöngu til kirkjunn ^
og valdasviðs hennar: „Heilagan anda^
er að finna í kirkjunni, hún er »sa^
félag“ heilagra" og á erindi við a ;
hún veitir lausn undan syndum (í n
Guðs), hún veitir mönnum hlutdsi
60