Kirkjuritið - 01.04.1978, Side 66

Kirkjuritið - 01.04.1978, Side 66
um þáttum mannlífsins sem eru ekki og geta ekki orðið undirstöður fræði- legra skýringa? Beri að svara þessu játandi geta engin fræði gefið gilda ástæðu til að ætla boðskap Krists sannan né til að ætla hann blekkingu. En þannig höf- um við eftir nýjum leiðum komist að sömu niðurstöðu og í 3. greininni hér að framan, þar sem vikið var að einni afleiðingu trúarlegrar hughyggju og trúarlegrar hluthyggju: Ókleift er að ganga úr skugga um sannindi boð- skapar Krists og þá er mat okkar á boðskapnum eingöngu háð áhrifum hans á menn og málefni. En einmitt þessi niðurstaða er sterkasta röksemdin með kenningum sem vilja skýra kristindóminn í Ijósi þeirra áhrifa sem hann hefur á menn og þjóðir, þ. e. með hliðsjón af því hvernig hann verkar í lífi manna, hvaða hlutverki hann gegnir o. s. frv. Þær tvær kenningar, trúarleg hughyggja og trúarleg hluthyggja, sem leggja mest upp úr gildi trúarinnar og boð- skaparins, fela þannig í sér styrkustu stoðirnar fyrir kenningar sem vilja skýra kristindóminn sem sálrænt, fé- lagslegt og pólitískt fyrirbæri ein- göngu. Samkvæmt trúarlegri hughyggju skipta trúin, trúarafstaðan og trúar- reynslan, öllu máli; gildi boðskapar- ins er fólgið í því að koma mönnum í snertingu við guðdóminn, valda hug- Ijómun, frelsun, andlegri reynslu eða hvað sem menn vilja kalla það. Gildi boðskaparins er m. ö. o. það eitt að vekja hughrif, merking hans er áhrif- in sem hann hefur, orkan sem hann leiðir inn í sálarfylgsnin eða virkjar þar. Afleiðing þessarar skoðunar væri eðlilega sú að trúin sé fólgin í því að afnema alla fjarlægð, gera Guð að til- finningu sem streymir um sálina; og þá lokast trúin um sjálfa sig ef svo má að orði komast, hún verður eintal trúarsálar, andleg sjálfsfróun eða sjálfspíslarvætti eftir atvikum. Afleiðing þeirrar skoðunar sem eg nefndi „trúarlega hluthyggju“ er af sama tagi, áherslurnar eru einung's aðrar; hér er það boðskapurinn, opin- berunin, sem mönnum er boðið að taka þátt í, það sem máli skiptir, og menn tileinki sér hann á réttan hátt- Prédikunum prestanna er ekki ætlað annað hlutverk en gera hið eina rétta guðsorð að lifandi veruleika í hugon1 manna og lífi, láta þá finna návist Guðs — sem þó er allur annar innra með sjálfum sér og lifa líf'nU í anda hans: „Verið fullkomin, eins °g Faðarinn á himnum er fullkominn“- ( ' Báðar þessar kenningar virðast Þv' heimila að trúarboðskap Krists sé við lyf framleitt með orðum Krists °9 ætlað að hafa ákveðin áhrif á menn hrif: en eða vekja með þeim viss hug kirkjunni líkt við lyfsölufyrirtæki prestunum við lyfsala. Því ber að vei eftirtekt að þessi líking á í sjálfu se^ ekki nema eitt orð skylt við fr8^ fullyrðingu Karls Marx að „trúarbröð séu eiturlyf fólksins". I athugasemdum sínum um trúaf' brögðin reyndi Marx aðallega að ský^ hlutverk þeirra; hér er hins vegaf vl að inntaki og eðli kristindómsins 0$ ekkert sagt um það hvort áhrif séu til góðs eða ills. j Hvort og þá í hvaða skilningi Þee^ líking á rétt á sér læt ég öðrurn e 64

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.