Kirkjuritið - 01.04.1978, Síða 74
fólki í aðsteðjandi og yfirstandandi
vandamálum þess. Vestan hafs hafa
prestaskólarnir á námskrá sérstök
námskeið í sálfræði og öðrum hlið-
stæðum greinum og er ætlast til, að
allir starf^ndi lútherskir prestar
sæki að mlnnsta kosti tveggja vikna
námskeið á hverju sumri. Hér er um
einskonar framhaldsnám að ræða.
Margir prestanna, sem eru miðaldra
eða eldri, eins og ég, sækja einkum
námskeið í sálfræði og sálgæzlu, því
á námstíma okkar var ekki lögð jafn-
mikil áherzla á þessar greinar og nú
er gert.
En hvað er þá sálgæzla ?
Sálgæzla er persónulegt hirðisstarf
prestsins, umhyggja hans fyrir ein-
staklingnum og viðleitni hans til
að greiða úr margvíslegum flækjum
og vandamálum mannlegs lífs, koma
til móts við þá, sem siglt hafa lífs-
fleyi sínu í strand, eða eru fastir á
skerjum í ölduróti tilfinningalífsins.
Þeir koma til prestsins ef hann er vin-
gjarnlegur og hjartahlýr og hefur á-
unnið sér traust þeirra. Þeir koma,
hvað sem líður stétt eða stöðu,
verkamaðurinn og verkfræðingurinn,
öreiginn og auðmaðurinn, íþrótta-
maðurinn og sá flogaveiki, gáfumað-
urinn og hinn vangefni. Allsstaðar er
þörf á kristilegri sálgæzlu, bróður-
legum skilningi og umhyggju. Þörfin
segir til sín, þegar harðir hnútar taka
að særa líkama og sál. Sálgæzla er
því öðru fremur persónuleg hluttekn-
ing í kjörum fólks, kærleiksrík við-
leitni til leiðbeiningar og uppörvunar.
Dr. Russel Dicks, formaður sál-
gæzlufélags presta í Florida, segir:
„Það er ekki hægt að skilja kristna
sálgæzlu með því einu að skoða að-
ferðir hennar. Menn verða að kynn-
ast fólkinu sjálfu og sambúð þess.“
Það segir sig einnig sjálft, að nauð-
synlegt er að þekkja vel trúarbrögð-
in ,einkum kristna trú eins og hún
birtist í samfélagi manna. Sálfræðin
leggur stund á að kynna sér lifnaðar-
háttu fólks, en kristindómurinn gefur
fólki vonarljós, hvað sem lifnaðar-
háttum þess líður. Sálfræðin beinir
athugun sinni fyrst og fremst að
samskiptum manna á hverjum stað
og tíma, en kristindómurinn leggui"
hins vegar áherzlu á að breyta og
umbæta slík samskipti, þar sem þess
er þörf. Presturinn setur sig inn a
svið mannlegra samskipta og verður
þar virkur þátttakandi og leiðbein-
andi með fulltingi sálfræði og kristin-
dóms. Sálgæzla er þannig áhrif og
leiðbeining, sem kemur að utan, leit'
ast við að móta hugarfar, bæta sam-
búð og veita fólki hugarró. Þess
vegna krefst sálgæzla undirbúnings
og umhugsunar, bæði þess, sem leif'
ast við að hjálpa og hins, sem leitar
eftir hjálp, til að árangur náist og
markvisst verði unnið. Nú er einhver
í vanda staddur. Hann leitar aðstoð-
ar, ráða hjá vini, sem hann þekkir.
oft er það einmitt presturinn, sem
hann leitar til. Eða vinur býður frarTI
aðstoð sína og hjálp, þeim, sem hann
leitar til. Eða vinur býður fram a®
stoð sína og hjálp, þeim, sem hann
veit að á í erfiðleikum. Það gi^'f
einu hver frumkvæðið hefur. En pu
bætist eitthvað nýtt við. Það er sam
spil þessara tveggja, bæði á sviði 1
finningalífsins og skynseminnan
Styrkur þessa samspils, árang
72