Kirkjuritið - 01.04.1978, Page 76
dyra og leita útgöngu. Einn tónlistar-
mannanna áttar sig á því, að hér kunni
fólk að troðast undir í múgæsingunni,
hann gengur að píanóinu og byrjar að
leika eins og engin hætta sé á ferð-
um. Leikur hans er hrífindi, gestirnir
snúa aftur til sæta sinna og hlusta á
hann hugfangnir — og brenna allir
inni. — Píanóleikarinn í dæmisögunni
er persónugervingur tækni og vísinda
nútímans, segir dr. Bustad. Með öðr-
um orðum, vísindin og tæknin og efn-
ishyggjan, skilgetið afkvæmi þeirra,
hefur gripið hugi manna svo föstum
tökum, að þeir vita ekki sitt rjúkandi
ráð. Efnishyggjan gefur engin svör við
mikilvægustu spurningum mannlegs
lífs, og afleiðingin verður sú, að til-
finningalega og andlega brennum við
til ólífis. Þeir eru vissulega margir á
okkar dögum, sem eru sannfærðir um,
að við þurfum miklu gleggri svör en
vísindin og tækniþróunin hafa veitt að
undanförnu.
Nýlega var gerð skoðanakönnun í
Bandaríkjunum, sem leiddi það í Ijós,
að 76 af hundraði þeirra, sem svöruðu
töldu að of mikil áherzla væri lögð á
tæknilega þekkingu, en ekki nóg á
mannúðleg vísindi. Menn héldu því
fram, að tæknivísindin hefðu gert þá
svo háða vélum og tækjum, að þeir
þekktu ekki lengur náttúruna. Þeir, sem
svöruðu álitu einnig, að of mikil á-
herzla væri lögð á tæknina sjálfa, en
ekki nóg á áhrif hennar á líf mann-
anna.
Dr. Bustad, vísindamaðurinn, sem
ég minntist á, segir í ræðu, er hann
flutti á þingi vísindamanna:
„Vísindi og tækniþróun eru borin
þungum sökum á vorum tímum. í
74
stuttu máli er vandinn sá, að vér höf-
um að vissu marki náð tökum á jarð-
kringlunni sjálfri og skapað hér tíma-
bundið mannfélag, sem er undir oki
grófrar efnishyggju og horfir til fram-
tíðarinnar með kaldri heimshyggju, en
jafnframt erum vér slitnir úr tengslum
við hið eðlilega og náttúrulega í þeim
raunheimi, sem vér lifum og hrærumst
í. Hér er breytingin talin sama og fram-
för. Að vísu er lífið að mörgu leyfi
auðveldara og þægilegra en það var,
en það verður sífellt háðara tækniþré-
uninni. Vér ættum að nema staðar um
stund og endurmeta áhrif tækninnar a
hið mannlega og mannfélagslega. É9
álít að endurmat vísindalegrar þróun-
ar mundi leiða til nýs skilnings °9
skipa sannleikanum og samúðinni 1
æðra sæti en nú er gert.“
Þannig mælir þá, kæru vinir, viður-
kenndur vísindamaður, sem jafnframt
er áhugamaður og einlægur starfS'
maður í kirkju sinni. Orð hans hjálpa
okkur til að skilja betur eina aðal'
ástæðuna fyrir því losi og þeirri upP
lausn, sem við þekkjum svo vel, Þ- e\'
hina grófu efnishyggju, sem einkenn|r
tækni- og vísindaþróun nútímans °9
leitt hefur af sér uppreisnarhug, kvfð®’
óróa og spennu, siðferðishrun og 910
un mannlegra verðmæta. Mannl®9
samfélag hefur tekið algerum stakka
skiptum, menn standa andsp®nlS
fleiri vandamálum en áður, nýj ^
þörfum og kröfum, sem verður
svara. Af þessu leiðir ,að fólk he u
nnkkru
meiri þörf fyrir sálgæzlu en rw'
sinni fyrr í sögunni. (
Henri Nouwen, kunnur hollens ^
guðfræðingur og rithöfundur, nú keh^
ari í kennimannlegri guðfræði við
J