Kirkjuritið - 01.04.1978, Side 80

Kirkjuritið - 01.04.1978, Side 80
þekkja grundvallartilfinningar manna. Dr. Dicks, sem ég gat um í fyrra er- indi mínu, segir í bók sinni „Towards Health and Wholeness", aS skipta megi grundvallartilfinningum manna í tvo flokka. Neikvæðar tilfinningar (eyðandi) eru þessar: kvíði, reiði, sekt- arkennd, örvænting, einmanaleiki, sársauki, leiði og höfnun. Jákvæðar tilfinningar (læknandi, frelsandi) eru: trú, gleði, fyrirgefning, sjálfsvitund, von, kærleikur, kjarkur ,sköpunargleði og viðurkenning. Við erum summa til- finningalegra samskipta, þ. e. fólkið í kringum okkur, fjölskyldan, vinir og kunningjar eiga sinn þátt í því hverjir við erum. Það framkallar þessar til- finningar, sem ég er að tala um. Við erum skapaðir til að vera heil- brigðir og heilir. Sem prestar erum við þátttakendur með Guði í áföllum sókn- arbarna okkar og sem sálusorgarar, þá hjálpum við þeim í baráttunni vegna þessara áfalla, þar sem viður- kenning berst gegn höfnun, hetjulund við sársauka og vonin eyðir örvænting- unni, þar sem gleðin slekkur reiðina og trúin sigrar kvíðann og elskan um- lykur einmanaleikann. Sjöundi eiginleikinn, sem hinn góði sálusorgari verður að þroska með sér, er, að hann verður að „vera öllum al!t“ eins og Páll postuli kemst að orði, til þess að hann geti yfir höfuð hjálpað nokkrum manni. Ég er viss um, að sá prestur, sem í hógværð leitar eftir þessu, nær mestum árangri við að hjálpa fólki. Með öðrum orðum, við verðum að læra að taka fólki eins og það er, og fólkið verður að finna það, að við gerum það. Sumt fólkið í söfn- uði mínum er til dæmis mjög íhald- samt. Aðrir eru frjálslyndir, bæði í guðfræði, stjórnmálum og félagsmál- um. Þó ég sé ekki jafn íhaldsamur og sum sóknarbarna minna, þá verð ég að taka þau eins og þau eru til þess að geta hjálpað þeim með sín sér- stöku vandamál. Það felur þó ekki i sér að ég viðurkenni íhaldsamar skoð- anir þeirra, heldur að ég viðurkenni þau sem manneskjur og taki þau eins og þau eru. Þá er það áttunda lögmálið, eða leiðin, sem við þurfum að fara til þess að verða betri sálusorgarar. Hún er falin í merkingu franska orðsins ,,rapport“. Orðið felur í sér að koma á jákvæðum, gagnkvæmum samskip1' um milli manna. Það felur í sér gagn' kvæmt traust, skilning, viðurkenningu og ástúð. Dr. Henry Sloan Coffin, áð- ur forseti Union Theological Seminaty í New York, segir: „Þekkið og elski sóknarbörn yðar, og þá hjálpið Þ®r þeim á sviði þeirra andlega lífs. finninga og gáfna." Sumir eru hræo ir og hikandi við að koma með vanda mál sín til presta sinna, vegna ÞesS að slíkt „rapport", slík tengsl Þa 3 ekki myndast, þeir óttast ofanígj3 ,r frá þeim, siðapredikanir og nærgönS ular aðfinnslur þeirra, hafa sem sað alrangar hugmyndir um presta sín^ Við verðum að sýna sóknarbörno , okkar, bæði í predikunarstólnum °9g daglegri umgengni við þau, að ^ látum okkur annt um þau og tökum ^ lit til þeirra sem einstaklinga, svo ^ þau finni og viti að þeim er óhsett ^ koma til okkar með sín persónulað^ vandamál. Fólk verður að finna, að ^ berum sanna umhyggju fyrir vandamálum þess. Hluti

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.