Kirkjuritið - 01.09.1978, Síða 5
Ávarp
Hafðu Guð fyrir augum
Kristni þjóðarí Norðurlandi á Friðbirni Stefánssyni bóksalaog menningarfröm-
uði að þakka útkomu Tíðinda um síðustu aldamót. Hann var útgefandi að fyrsta
hefti Tíðinda, sem er rit Prestafélags hins forna Hólastiftis. Það kom út á
Akureyri 1899, og eru heftin nú orðin fjögur. Þau flytja ýmsan fróðleik, fréttir og
hvatningu um kristnihald í Norðlendingafjórðungi. Friðbjörn Stefánsson birtir í
fyrstu Tíðindum fundargerð Akureyrarfundar prestafélagsins um mitt sumar
1899, sem var annar fundur félagsins. Sóknarprestur á Akureyri var þá séra
Matthías Jochumsson, er lauk prestsþjónustu sinni hálfu ári síðar, um aldamót-
'h 1900. Séra Matthías bauð fundarmenn, 22 presta og prófasta, velkomna með
svofelldum orðum, eins og þau eru tilfærð í fundargerð:
1 ■ I nafni og umboði þess guðlega, sem ekki er dautt og með lögum fellt í hinu
forna Hólaumdæmi (þ. e. kristilegur andi og manndómur og frelsi í oss, eða
guðsríkisneistinn).
2. I nafni og umboði tímans. Stefnurnar tvær, íhalds- og framsóknarstefna,
báðar ágætar, en öfgar liggja nærri. Prestarnir eiga að sameina báðar, eftir
anda Krists.
3- í nafni siðbótar í voru landi. Allt er mjög á reiki, einkum í breytni þjóðarinnar.
Ræðumaður heimtaði predikun í nýrri lífsbreytni, og setti sem hinn fremsta
sáluhjálparlærdóm orðin: Hafðu guð fyrir augum og stundaðu kristilega
breytni.
^elkomandaorð Matthíasar vil ég gera að ávarpsorðum mínum í Kirkjuritinu,
sem fjallar að nokkru um kristni og kirkju þessafjórðungs. í 80 ár hafa prestará
Norðurlandi bundizt samtökum í Prestafélagi Hólastiftis að vinna ,,með anda
°9 hönd“ að framgangi kristindóms. Félagið hefur haft mönnum á að skipa,
sem með leiftrandi andagift og guðmóði hafa látið Ijós Guðs skína. Ber þar
hæzt trúarskáldið Matthías Jochumsson, ,,sem frægði mest vora öld“ með
sálmum sínum og þjóðsöng.
Rundir prestafélagsins hafa stutt mjög einingu og samstarf prestanna og
haldið vörð um hinn forna arf. Endurreisn Hólabiskupsdæmis er á stefnuskrá
fálagsins, og er um það einhugur, þó að skoðanir skiptist um, hvort
biskupsstóllinn eigi að vera á Hólum eða Akureyri, og ennfremur hvort Hóla-
163