Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 12

Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 12
Pálmi komst á tíræðisaldur. Hann dó á Blönduósi 2. júlí 1955. Síra Björn Jónsson, prestur í Mikla- bæ, fertugur að aldri. Hann var frá Broddanesi í Kollafirði. Hann fékk fyrst Bergsstaði, en síðan Miklabæ og sat í Miklabæ í nærri þrjátíu og tvö ár, síðast sem prófastur. Kona hans var Guðfinna Jensdóttir frá Innri- Veðrará í Önundarfirði, og má segja, að frá þeim hjónum séu komnar mikl- ar prestaættir. Þau áttu ellefu börn og þar af urðu tveir synir prestar, síra Guðbrandur á Hofsósi og síra Bergur í Stafholti, og tvær dætur prestskon- ur, þær Sigríður, kona dr. Eiríks Albertssonar á Hesti, og Guðrún, kona síra Lárusar Arnórssonar í Miklabæ. Auk þess urðu svo þrjár dætur þeirra mæður presta, Guð- björg, móðir síra Jóns Bjarman, Gunnhildur, móðir síra Björns Jóns- sonar á Akranesi, og Jensína, móðir síra Ragnars Fjalars Lárussonar í Reykjavík. Þá er enn ótalið, að síra Stefán Lárusson í Odda er sonur Guðrúnar Björnsdóttur og síra Lár- usar í Miklabæ, og loks ersvo nývígð- ur yngsti presturinn af þessari ætt, síra Þórsteinn Ragnarsson í Mikla- bæ, son síra Ragnars Fjalars og Her- dísar Helgadóttur, konu hans. Síra Björn Jónsson í Miklabæ dó að Sólheimum í Blönduhlíð í febrúar 1924. Síra Ásmundur Gíslason, prestur á Bergsstöðum, tæpra tuttugu og sex ára. Hann hafði vígzt sem aðstoðar- prestur síra Guðmundar Helgasonar að Bergsstöðum í Svartárdal í september 1895, en tók við embætt- inu að honum látnum, kornungum 170 manni, í nóvember sama ár. Síðar fékk hann veitingu fyrir Hálsi í Fnjóskadal og sat þar í tæp þrjátíu og tvö ár, síðast sem prófastur. Sjálfur var hann frá Þverá í Dalsmynni, bróðir síra Hauks Gíslasonar, prests við Holmens kirkju í Kaupmannahöfn, Ingólfs Gíslasonar læknis og Auðar Gísladóttur, móður síra Gunnars Árnasonar. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsta íslenzk kona, sem tekið hefur prestsvígslu, er eínnig dótturdóttir Auðar Gísladóttur. Kona síra As- mundar var Anna Pétursdóttir fra Vestdal í Seyðisfirði. Einn sona þeirra er Einar Ásmundsson, hæstaréttar- lögmaður í Reykjavík. Síra Ásmundur dó í Reykjavík 1947. Síra Vilhjálmur Briem, prestur í Goðdölum. Hann er tuttugu og níu ára á myndinni, kominn af sýslu- mannaættum, bróðir síra Eiríks Briems, síðar dósents og alþingis- manns í Reykjavík, Jóhönnu, konu síra Einars Pálssonar í Reykholti, og Elínar, konu Sæmundar Eyjólfssonar guðfræðings í Reykjavík, ennfremur föðurbróðir síra Þorsteins Briems- Hins vegar voru þeir síra Vilhjálmur og síra Valdemar Briem á Stóra-Núp' og bræður hans, síra Eggert á Hösk- uldsstöðum og síra Steindór í Hruna, bræðrasynir. Síra Vilhjálmur fek^ lausn frá embættinu í Goðdölum 1899, en gerðist tveim árum síðar prestur að Staðarstað og sat þar 1 röskan áratug. Árið 1911 gerðist hann féhirðir Söfnunarsjóðs íslands i Reykjavík, en síðar framkvæmda- stjóri sama sjóðs og ritari við Lands- banka íslands. Kona síra Vilhjálms var Steinunn Pétursdóttir frá Álf'

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.