Kirkjuritið - 01.09.1978, Síða 12

Kirkjuritið - 01.09.1978, Síða 12
Pálmi komst á tíræðisaldur. Hann dó á Blönduósi 2. júlí 1955. Síra Björn Jónsson, prestur í Mikla- bæ, fertugur að aldri. Hann var frá Broddanesi í Kollafirði. Hann fékk fyrst Bergsstaði, en síðan Miklabæ og sat í Miklabæ í nærri þrjátíu og tvö ár, síðast sem prófastur. Kona hans var Guðfinna Jensdóttir frá Innri- Veðrará í Önundarfirði, og má segja, að frá þeim hjónum séu komnar mikl- ar prestaættir. Þau áttu ellefu börn og þar af urðu tveir synir prestar, síra Guðbrandur á Hofsósi og síra Bergur í Stafholti, og tvær dætur prestskon- ur, þær Sigríður, kona dr. Eiríks Albertssonar á Hesti, og Guðrún, kona síra Lárusar Arnórssonar í Miklabæ. Auk þess urðu svo þrjár dætur þeirra mæður presta, Guð- björg, móðir síra Jóns Bjarman, Gunnhildur, móðir síra Björns Jóns- sonar á Akranesi, og Jensína, móðir síra Ragnars Fjalars Lárussonar í Reykjavík. Þá er enn ótalið, að síra Stefán Lárusson í Odda er sonur Guðrúnar Björnsdóttur og síra Lár- usar í Miklabæ, og loks ersvo nývígð- ur yngsti presturinn af þessari ætt, síra Þórsteinn Ragnarsson í Mikla- bæ, son síra Ragnars Fjalars og Her- dísar Helgadóttur, konu hans. Síra Björn Jónsson í Miklabæ dó að Sólheimum í Blönduhlíð í febrúar 1924. Síra Ásmundur Gíslason, prestur á Bergsstöðum, tæpra tuttugu og sex ára. Hann hafði vígzt sem aðstoðar- prestur síra Guðmundar Helgasonar að Bergsstöðum í Svartárdal í september 1895, en tók við embætt- inu að honum látnum, kornungum 170 manni, í nóvember sama ár. Síðar fékk hann veitingu fyrir Hálsi í Fnjóskadal og sat þar í tæp þrjátíu og tvö ár, síðast sem prófastur. Sjálfur var hann frá Þverá í Dalsmynni, bróðir síra Hauks Gíslasonar, prests við Holmens kirkju í Kaupmannahöfn, Ingólfs Gíslasonar læknis og Auðar Gísladóttur, móður síra Gunnars Árnasonar. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsta íslenzk kona, sem tekið hefur prestsvígslu, er eínnig dótturdóttir Auðar Gísladóttur. Kona síra As- mundar var Anna Pétursdóttir fra Vestdal í Seyðisfirði. Einn sona þeirra er Einar Ásmundsson, hæstaréttar- lögmaður í Reykjavík. Síra Ásmundur dó í Reykjavík 1947. Síra Vilhjálmur Briem, prestur í Goðdölum. Hann er tuttugu og níu ára á myndinni, kominn af sýslu- mannaættum, bróðir síra Eiríks Briems, síðar dósents og alþingis- manns í Reykjavík, Jóhönnu, konu síra Einars Pálssonar í Reykholti, og Elínar, konu Sæmundar Eyjólfssonar guðfræðings í Reykjavík, ennfremur föðurbróðir síra Þorsteins Briems- Hins vegar voru þeir síra Vilhjálmur og síra Valdemar Briem á Stóra-Núp' og bræður hans, síra Eggert á Hösk- uldsstöðum og síra Steindór í Hruna, bræðrasynir. Síra Vilhjálmur fek^ lausn frá embættinu í Goðdölum 1899, en gerðist tveim árum síðar prestur að Staðarstað og sat þar 1 röskan áratug. Árið 1911 gerðist hann féhirðir Söfnunarsjóðs íslands i Reykjavík, en síðar framkvæmda- stjóri sama sjóðs og ritari við Lands- banka íslands. Kona síra Vilhjálms var Steinunn Pétursdóttir frá Álf'
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.