Kirkjuritið - 01.09.1978, Qupperneq 14
Síra Hallgrímur Thorlacíus.
Fundurinn
Fundargerð stofnfundarins hefur
varðveitzt, ýtarleg og fróðleg. Hún
mun skráð af síra Birni L. Blöndal.
sem kjörinn var fundarritari. Mun trú-
lega ekki margt annað hafa varðveitzt
frá hans hendi. Fundargerð þessi er
öll prentuð í IV. hefti Tíðinda Presta-
félags Hólastiftis 1975. Hér skal ein-
ungis tínt til eitt og annað smálegt af
handahófi úr henni.
Þegar getið hefur verið þeirra
presta og prófasta, er sóttu fundinn,
segir fyrst frá því, að prófastarnir í
Skagafjarðar, Eyjafjarðar - og Húna-
vatnssýslum hafi boðað til fundarins,
en prófastur Eyfirðinga hafi ekki
komizt til fundarins sökum veikinda,
og aðrir prestar úr Eyjafirði hafi ekki
komið. Á undan fundi er haldin
messa í kirkjunni á staðnum og pre-
dikar síra Zóphónías þar út af 11., 12.
og 13. versi í 10. Passíusálmi.
Síra Zóphónías var kjörinn fundar-
stjóri, er fundur hófst á heimili síra
Árna Björnssonar, en fyrsta mál, sem
fjallað var um, var samtök eða félag
meðal presta. Var prófastur Húnvetn-
inga, síra Hjörleifur, þar málshefjandi-
Reyndust fundarmenn einhuga um
málið, og var kjörinn nefnd til að fjalla
um það og skila áliti fyrir fundarlok. I
nefnd þá voru kjörnir síra Hjörleifur,
síra Stefán á Auðkúlu og síra Jón á
Mælifelli.
Þessu næst hóf síra Zóphónías um-
ræður um predikunina. Segir svo '
fundargerðinni:
,,Kvað hann erfitt mundu að gefg
ákveðnar reglur fyrir predikunarað-
ferð presta. Tók hann þá fram ýmis
atriði, svo sem að víkja ekki frá hinum
172