Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 22

Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 22
hann hafði ekki komið að Höskulds- stöðum í sjötíu og fjögur ár, eða frá því hann fermdist þar sem einmana drengur. Faðir hans, sem hafði smíð- að kirkjuna, hvíldi þar í kirkjugarðin- um. Þegar hann dó, var hann að smíða Svínavatnskirkju, en dó á Höskuldsstöðum á aðfangadag jóla 1879 og var grafinn þar í kirkjugarð- inum. Þegar síra Friðrik kom þarna og leit inn í kirkjuna, var hugur hans í upp- námi. Honum fannst fyrst, að hann kannaðist varla við húsið eftir sjötíu og fjögur ár. Ég sagði við hann: ,,Það ereðlilegt, að þú kannist ekki við það. Kirkjan var raunverulega tuttugu ár í smíðum. Það var engin hvelfing í kirkjunni, heldur bara súðin, þegar þú varst þarna, og predikunarstóllinn var uppi á altarinu. Nú er búið að breyta þessu, komin altaristafla, sér- stakur predikunarstóll og hvelfingV' Þá sagði hann: ,,Já, já, þá kannast ég við mig.“ JHann sagði mér, að fermingin hefði tekið þrjár klukkustundir hjá Eggerti Brím, og áður en fermingarathöfnin byrjaði, var farið með fermingarbörn- in út og þau látin ganga kringum kirkjugarðinn, til að viðra sig. Hann lýsti þessu fallega. Svo varð það að samkomulagi, annað hvort í þessari ferð eða ann- arri, en að hausti til var það, að hann messaði í þessari gömlu sóknarkirkju sinni. Hann langaði til þess. Og hann messaði hjá mér. Þá var hann orðinn svo sjóndapur, að hann gat ekki skrif- að. En ræðan var þrískipt, og hún var falleg og ágæt. Ég bað fólkið að koma af bæjunum, því þetta var í haustönn- 180 um. Og það kom margt til kirkju, og hann hafði sérstaka ánægju af þessu. Ég man eftir, að hann kom til mín, eftir að ég var kvæntur orðinn. Þá bað hann fyrir okkur hjónunum, en hann bað einnig fyrir fóstursyni sínum, Adolf, sem þá var einmitt veikur úti í löndum, minnir mig. Hann endaði bænina með því að krjúpa og biðja um, að vilji Guðs mætti verða. Og Adolf kom heilbrigður heim úr því ferðalagi. Ég spurði síra Friðrik að því einu sinni, hvað hann hefði haldið um trú mína. Hann hafði aldrei talað neitt við mig einan um trúmál. Hann svaraði: ,,Ég reiknaði alltaf með því, að þú værir hlynntur kirkjunni og vakandi piltur. En ég geng aldrei á forugum skónum inn að hjarta nokkurs manns." Nema hvað amen gleymdist - Þú hefur náttúrlega kynnzt flein mönnum á þessum árum, skólaárun- um, en síra Friðriki, - mönnum, sem þú hefur haldið tryggð við? - Jú, jú. Ég átti ágæta skólabræður og bekkjarbræður, eins og Sigur' björn biskup, og Gísla Ólafsson, rit- stjóra Úrvals. Menntaskólabraut okk- ar Sigurbjarnar var þó ekki einstefnu- akstur. Hann fór úr fimmta bekk, en ég endaði sjötta bekk. Síðan fór ég í guðfræðideildina. Sivertsen var orðinn heilsulaus, svo að ég bað Ásmund um að kenna meh og hann sagði, að það væri ófært, að ég predikaði hvergi. Hann var búinn að tala við síra Garðar Þorsteinsson og sagði, að ég mætti fara, hvert sem

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.