Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 34

Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 34
þannig átti þetta að vera. Einu sinni var hempan annars stað- ar, og ég hafði húskveðju úti á túni. Þá kom hann þar og sat öðrum megin við kistuna, en ég stóð hinum megin og talaði. Mér þótti nú sjálfum hálf hjákát- legt, þegar Kiljan var að láta Bjart í Sumarhúsum tala mikið við tíkina og kveða fyrir hana Pontusrímur, en ég reyndi það svo sjálfur, þegar ég var einn á mínum ferðalögum á hesti, að ég hafði afar gaman af að tala við hundinn minn á leiðinni. Og hann tók vel undir það, kættist allur. Mér þótti ómetanlegt, að eiga þennan ratvísa hest og þennan góða hund. - Ferðaðist þú þá mest einhesta? - Já, og var alltaf einn á ferð, aldrei með fylgdarmann. - Var sá siður þá niður lagður, að presti væri fylgt? - Já, það var víst engin venja á Ströndinni. Sumir eldri prestar höfðu þó fylgdarmenn. Ég gisti náttúrlega oft á þessum ferðalögum. Síra Pétur segist hafa lagt niður húsvitjanir, þegar prestar þurftu ekki lengur að taka manntal. - Það er eiginlega ómögulegt að húsvitja á bíl, ef farið er að þiggja góðgerðir. Það drepur hvern mann. - Það sköpuðust náttúrlega miklu nánari tengsl með þessu móti, segir viðstaddur. - Já, já, það var svo, anzar síra Pétur. En tengslin eru orðin sterk, vegna þess hve ég hef verið þarna lengi. Þó er alltaf að koma nýtt fólk inn í kallið. Ég eralltaf að spyrja ungu konurnar, sem eru aðkomnar: „Hverjum ertu gift?“ Ég þekki þær 192 ekki nógu vel. Ég er orðinn þetta gamall, að ég vex dálítið frá yngri kynslóðinni, sem ekki er alin upp ' kallinu hjá mér. Ungir prestar og prestarespektin - Núerusumirafeldriprestumað tala um, að þeim lítist ekkert á ungu prestana. - Ég vil segja það um ungu prest- ana, að ég álít, að þeir séu betur und- irbúnir heldur en við. Við fluttum bara ræður þarna í Dómkirkjunni, og eng- inn hlustaði á nema kannski hinir i deildinni, ekki mjög andaktugir, 09 svo prófessor Sívertsen niðri á gólf'- kallandi upp í stólinn til að gagnrýna nemandann. Ég tekeftirþví.að þessir ungu prestar bera.miklu betur fram heldur en við. Þeir eru áreiðanle9e þjálfaðir í því. Og þeir eru þjálfaðir i sálusorgun á sjúkrahúsum eða ann- ars staðar. Um ræðugerð þeirra er það að segja, að ræður þeirra eru öðruvísi en okkar gömlu prestanna j margan máta, en ég erekki að áfellas það, ef þær eru vel samdar og trúar- leg æð í þeim, þótt umbúnaðurinn s með öðru móti. Umbúnaðurinn breytist með hverjum tíma. - Finnst þér munur á kenning' unni? - Já, það kann nú að vera. Me hættir nú alltaf til að vera dálif1 sagnfræðilegur. En við höfðum aldrei flutt neine messu, áður en við fórum út í PreS.» skapinn og litlar leiðbeiningarfeng' í bókhaldi og öðru slíku. við urðo sjálfir að fikra okkur áfram. Ég 9 sagt ykkursmá dæmisögu til gama

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.