Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 48

Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 48
Séra Stefán Eggertsson, prófastur F. 16. sept.1919 D. 10. ágúst1978 Með séra Stefáni á Þingeyri Eggerts- syni er genginn iandskunnur merkis- klerkur, sem fyrir gáfna sakir og ein- beittni brá stórum svip yfir umhverfi sitt, hvar sem hann fór. Hann var son- ur Eggerts heildsala á Akureyri Ste- fánssonar, prests á Þóroddsstað Jónssonar og konu hans, Yrsu Jó- hannesdóttur Hansens, kaupmanns í Reykjavík. Séra Stefán lauk stúdents- prófi á Akureyri 1940, embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands vorið 1944 og lagði stund á framhaldsnám í helgisiðafræði og kennimannlegri guðfræði við King's College í Lun- dúnum. Þar og í Kaupmannahöfn og Uppsölum kynnti hann sér byggingu og búnað kirkna og síðar dvaldi hann í Bandaríkjunum, þar sem hann kynnti sér kirkjulega samfélagsað- 206 stoð. Hygg ég, að þessa náms haf' mjög gætt í starfi séra Stefáns síðan. því að hann rækti embætti sitt a stakri natni, og hafði næmt auga fyril' samræmi og fegurð í byggingarstH og var ákaflega vakandi fyrir því að söfnuðurinn léti hvers konar þjóð' þrifamál sterklega til sín taka. Séra Stefán vígðist til StaðaÞ hraunsprestakalls, þar sem hann þjónaði í sex ár og sat í Vogi. Hinn 29- maí 1950 gekk hann að eiga Guðrúnú Sigurðardóttur, bónda í Vogi EinarS' sonar. Börn þeirra eru tvö, Signún- meinatæknir í Reykjavík, gift Guðjón1 Scheving Tryggvasyni, verkfræðinð1’ og Eggert, símritari á ísafirði. ÞaU séra Stefán og frú Guðrún voru svo samhent um alla hluti, að einsdaahj1 má telja. Fylgdi Guðrún manni sínum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.