Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 49

Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 49
eftir í margvíslegum umsvifum hans °9 er ekki ofsagt, að það hafi verið séra Stefáni mikil h.amingja að eiga slíka hægri hönd. Heimili þeirra á Þingeyri bar vott mikilli snyrti- mennsku og myndarskap. Þau komu að prestssetrinu heldur bágbornu, en unnu að því stöðugt þau 28 ár, sem Þau bjuggu á Þingeyri, að bæta húsið °g fegra. Nú skartar þar fallegt hús í gróskumiklum og vel girtum garði. Ég tel það lán mitt að hafa byrjað Prestsskap í námunda við séra Stefán Éggertsson. Hann var ákaflega ráð- hollur yngri starfsbróður og gott til bans að leita í hvívetna. Eru mér minnisstæð löngog innvirðuleg sím- töl okkar á síðkvöldum, einnig tíðar komur okkar hjónanna til Þingeyrar á SlJrnrum, þar sem við mættum ein- stakri gestrisni og hlýhug prófasts- öjónanna. ^ig brestur þekkingu til að skrifa glöggt um afköst séra Stefáns á sviði skógræktar, slysavarna, talstöðvar- °g flugmála. En það votta þeir, sem 9jörst vita, að afrek hans á hverju einu þessara sviða mættu nægja til Pess að halda á lofti nafni hans um ^ngan aldur. Hann bar mjög fyrir briósti landvernd alla. Og á sviði slýsavarna lyfti hann grettistaki. Um ,angt árabil ráku þau hjónin einstæða 0rVggisþjónustu við skip, báta, bíla °9 flugvélar um Þingeyrar Radio. Fyr- lr Þetta fórnfúsa starf var séra Stefán 9erður að heiðursfélaga Slysavarna- elags íslands á hátíðafundi þess 978. Síðast en ekki síst má nefna baö verk séra Stefáns, sem líklega má e,jast hvað glæsilegast, en það er bygging flugvallarins í landi Sanda við Dýrafjörð. Þarna skartar 1100 metra löng flugbraut, þar sem bún- aður allur er til fyrirmyndar og hafa sérfróðir menn um flugmál lokið lofs- orði á þetta mannvirki. Og óhætt er að fullyrða, að án árvekni séra Stef- áns, þrautseigju, þolinmæði og mála- fylgju, væri samgöngumálum Dýr- firðinga nú mun skemmra á veg kom- ið. Séra Stefán var maður ákaflega hreinn og beinn við hvern sem var að eiga. Hann brast aldrei hugrekki til þess að segja meiningu sína hverjum sem hafa vildi. Og þó var hann slíkt prúðmenni, að fáir munu hafa látið sér þykja við hann. ræður hans í mannfagnaði voru margar afburða- snjallar, þegar spaugsyrðum rigndi yfir viðstadda og kölluðu fram hlátur og kátínu. Hann vartrúrsonurþeirrar kirkju, sem hann helgaði líf sitt og beitti orku sinni óhikað í þágu mál- staðarGuðshinsgóða. Prófastur varð séra Stefán í Vestur- ísafjarðarsýslu árið 1966 og þartil ár- ið 1971, er bæði ísafjarðarprófasts- dæmin voru sameinuð. Hann varð prófastur ísafjarðarprófastsdæmis árið 1977, þegar séra Sigurður Kristj- ánsson, fyrrum sóknarprestur á Isa- firði, lét af því embætti. Séra Stefán var formaður Prestafélags Vestfjarða og eigum vér starfsbræður hans á bak að sjá svipmiklum félaga sem auðgaði samverustundirnar á Presta- félags- og héraðsfundum ógleyman- legum persónuleika sínum. Er mikið skarð fyrir skildi í hópi vorum Vest- fjarðapresta og mun vandfyllt. 207

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.