Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 61

Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 61
dularfullum fyrirbrigðum, en fyrir- 'esturinn er fluttur áður en almennar JJtriræður verða um þessi mál (Fjallk. XX||,16, 22. apríl 1905). Haustið 1904 er Einar Hjörleifsson kominn til Reykjavíkur og hafði nú 'engið ákafa löngun til að gera til- raunir og ná einhverjum árangri. En ekki var honum Ijóst hvernig standa skyldi að. Þá bar svo vel í veiði, að í Heykjavík var stödd dönsk skáld- k°ha, Thit Jensen (Mbl. XXI, 291, 6. hss. 1934), sem var mjög kunnug Pessum málum, og kom hún til hjálp- ^v' var það að í október 1904 fóru n°kkrir karlar og konur að koma sam- ®n til tilrauna í Reykjavík. Einnig voru en9nar með þrjár utanaðkomandi stúlkur. Að vísu hófst borðdans og °sjálfráð skrift, en úr öllu þessu varð sl|k dómadags vitleysa að sögn Ein- ers Hjörleifssonar, að sr. Haraldur lelsson, sem verið hafði með í til- aununum frá upphafi, fékk hrein- ustu skömm á öllu saman eftir tvo ariuði og hætti þáttöku um skeið. Ir|ar viðaði nú að sér bókum um efn- e9 var staðráðinn í að áfram skyldi naldið (Mbl. XXI, 291,6.des.1934). ftPa var það seinni hluta vetrar 1905 Indriði Indriðason kom til sögunn- l Hann var í prentlæri í ísafold, yldur Indriða Einarssyni skrif- ofustjóra og átti athvarf hjá honum. Einarsson og kona hans 0 öu mikinn áhuga á tilraununum. amkvæmt Haraldi Níelssyni munu rstu tilraunirnar hafa verið gerðar á 'mili Þeirra (H.N.: Kirken og den psykiske forskning). Það mun því hafa verið heima hjá Indriða Einarssyni sem miðilshæfileikar Indriða Indriða- sonar komu í Ijós, en kona Indriða Einarssonar sat eitt sinn við „borð” (þ. e. andaborð) er Indriði Indriðason kom þangað, og bað hann að taka þátt í þeirri tilraun. Ekki var Indriði fyrr seztur að borðinu en það tekur við- bragð mikið og hamast. Varð Indriði skelkaður og ætlaði að hlaupa út. Þannig hófust tilraunirnar með Ind- riða (Mbl. XXI, 291, 6.des.1934). Þá má segja að hefjist fyrsti áfangi í sögu íslenzka spíritismans. Tóku mörg fyr- irbrigði og furðuleg að gerast í kring- um miðilinn og varð það til þess að Haraldur Níelsson bættist aftur í til- raunahópinn. Segist honum svo frá sjálfum 14 árum síðar, að eftir sína fyrstu reynslu á fundi hjá Indriða hafi hann haft meiri áhuga á sálarrann- sóknum en nokkru öðru málefni í þessum heimi, og muni verða svo til dauðadags(H. N.: Kirken ogdenpsyk- iske forskning). EnnfremursegirHar- aldur í bæklingi sínum Kirkjan og ó- dauðleikasannanirnar (Reykjavík 1916): „Þegar ég lít yfir líf mitt finnst mér trú minni aðeins hafa verið hætta bú- in eitt skeið. Það var síðari árin, er ég fékkst við biblíuþýðinguna. Þá gerði ég þá uppgötvun hve ófullkomin bók biblían er, og hve afar-röngum hug- myndum um hana hafði verið komið inn hjá mér, jafnvel í sjálfri guðfræði- deild Kaupmannahafnarháskóla. Það er svo um oss flesta, að komist skrið á sumt, finnst oss allt ætla að hrynja. Ég tók að efa jafnvel þær frásagnir biblíunnar, sem ég veit nú að eru 219

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.