Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 74
þar sitt hverjum, allt eftir uppeldi,
dómgreind og menntun. Ýmsirskólar
og flokkar byggðu stefnuskrársínará
mismunandi sjónarmiðum í þessu
efni. En að baki þeim öllum bjó háleit
hugmynd um það, að Guð sjálfur
myndi setjast á valdastól, og hinn lif-
andi Guð myndi þaðan í frá ríkja þjóð-
höfðingi, nærgöngull og máttugur.
Með þessari hugmynd átti heldur
betur eftir að kvikna nýtt líf.
Nú kom Jesús til Galíleu, prédikaði
og sagði: ,,Tíminn er fullnaður og
guðsríki nálægt." Engan þarf að
undra, þótt margur hafi skilið hann
svo, að hann ætti við ríki Davíðssonar
og þær gagngeru breytingar, er fylgja
myndu. Sá misskilningur loddi við
starf hans allt til enda, er hann var
líflátinn sem „konungur gyðinga".
Rangur skilningur var það, og hann
mjög svo örlagaríkur. Þó getur mis-
skilningur haft sannleika í sér fólg-
inn, þegar skipt er um sjónarhorn.
Svo var og hér. Jesús fór ekki eftir
neinum flokkslínum. Hann horfði
fram hjá þeim öllum og á þá grund-
vallar hugmynd, að ,,Guð er nálæg-
ur“. í allri sinni tign og öllu sínu veldi
kemur Guð til fundar við manninn,
karla og konur, og væntir andsvars af
þeim. Og eins og vér höfum séð,
gæddi hann þessa hugmynd nýjum
styrk og skýrleika. En það væri rangt
að ætla, að hann hafi túlkað hug-
myndina um guðsríkið svo, að í
munni hans hafi hún einvörðungu
merkt líf einstaklingsins hið innra.
Þótt hann stæði að sumu leyti utan
við, var hann engu að síður þátttak-
andi í þjóðlífinu. Þegar hann fagnaði
yfir því að óvinsæll tollheimtumaður
232
„gjörði iðrun“, þá kallaði hann hann
,,son Abrahams“.2 Og hann talaði
um ,,dóttur Abrahams“.3 þegar hann
vildi ekki una því að vera átalinn fyrir
að lækna kryppling á hvíldardegi-
Það segir sína sögu, hvernig Jesús
tekurtil orða í þessum dæmum. Þetta
fólk er að vísu óendanlega dýrmætt í
hans augum sem einstaklingar, en
það er einnig meðlimir þjóðar. A-
stæður þess eru tengdar því sögu-
lega samfélagi, sem það tilheyrir
ásamt Jesú sjálfum, og „hjálpræði'
þess, bæði líkamlegt og andlegt.
stendur líka í sambandi við heilj
mannfélagsins í heild. Jesús talaði
um það ídæmisögu, ertýndursauður
finnst aftur, og gerði mikið úr því hve
dýrmætur hann var, þessi eini sauð-
ur, sem villtist I burtu; það var til
„týndra sauða af húsi ísraels'1.4 sem
hann sagðist vera sendur. Það ®r
engum vafa undirorpið, að honum
var það ekki síður Ijóst en hverjum
öðrum lærimeistara gyðinga, a®
samkvæmt ævafornri sagngeymd átti
ísrael að vera þjóð Guðs, þar sem
hann var konungur, og að hun
gegndi veigamiklu hlutverki í því a^
gjöra guðsríkið að veruleika.
Þessa erfikenningu höfðu spa'
menn Gamla testamentisins gróður-
sett kyrfilega í hugarheim gyðinga'
þjóðarinnar. Þeir héldu því fastlega
fram, að Guð væri að verki í sögunni
fyrir atbeina þjóðar, sem helguð værj
markmiðum hans: „lýður Guðs .
guðlegt sambandsríki. Þessi þjóð var
ísraelsþjóðin. Þetta var hennar raison
d’étre. Þessi hugsun fólst og í nafn-
inu ísrael, eins og það var notað um
þessar mundir. Landfræðilega °9