Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 76

Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 76
draumum um heilagt stríö gegn Róm, hefðu getað tileinkað sér, að ,,þú skalt elska náungann“ þýðir ekki endilega ,,þú skalt hata óvin þinn“, eða þá ef prestastéttin hefði getað fallist á að gera musterið að sama- stað raunverulegratrúarbragða, - að húsi, sem öllum stæði opið, ,,bæna- húsi fyrir allar þjóðir".7 Svona spurningar eru til lítils gagns, nema þá vér gefum ímyndunaraflinu lausan tauminn og hugsum oss, að afstaða og lífsreglur Jesú hefðu tekið gildi í raunverulegum, sögulegum aðstæð- um. En hann gaf ekki út neina stefnu- skrá, né heldur virðist hann nokkurn tíma hafa hugsað sér að endurmóta samfélagskerfi gyðinga eftir eigin höfði, líkt og ensku siðbótarmennirn- ir tóku kirkjukerfið í sínar hendur. Starf hans rann ekki í þann farveg. Fyrirrennari Jesú var Jóhannes skírari, dularfull persóna, sem vér vitum nóg um til þess að það ýti undir tilgátur um hann, en of lítið, til þess að um nokkra vissu sé að ræða, Óef- að eru þau ósvikin, nokkur ummæli hans, sem varðveitt eru í guðspjöll- unum. Ein þeirra hljóða svo: ,,/Etlið ekki, að þér getið sagt með sjálfum yður: Vér eigum Abraham að föður; því að ég segi yður, að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þess- um.“8 Það er augljóst, hvað hann á við: Þótt menn tilheyri hinni útvöldu þjóð, þá er það engin trygging fyrir því, að þeir fái inni meðal lýðs Guðs. Nú yrði að byrja uþp á nýtt, svo að nýr „ísrael" yrði óháður hinum gamla, og í því efni þyrfti skapandi athöfn Guðs að koma til. Þessi var skoðun Jó- hannesar, og ólíklegt er, að Jesús 234 hafi verið síður róttækuren hann. Að- eins í Ijósi svo róttækrar afstöðu fáum vér skilið sumt af orðum hans og at- höfnum, sem frá er greint í guðspjöll- unum. í þessu, sem og svo mörgu öðru, var Jesús arftaki hinna fornu spá- manna ísraels, en síðastur og mestur þeirra var að hans dómi Jóhannes skírari. Þegar að þjóðinni þrengdi, þreyttust spámennirnir aldrei á að endurtaka það með margs konar myndum og dæmum, að fyrir kraft Guðs myndi hinn sanni lýður hans rísa úr því er virðast myndi endanlegt hrun. Það myndi verða sem upphsa dauðra manna beina.9 Ólánið, sem þjóðin rataði í, var túlkað sem rétt- látur dómur almáttugs Guðs yfir glæpaverkum hennar; en í dóminurn fólst einnig náð Guðs og kraftur hans til þess að skapa á nýjaleik; þess vegna lifnaði þjóðin að nýju. Þannig litu spámennirnir á. En nú lýsti Jesus því yfir að mesta örlagastund sög- unnar samanlagðrar væri runninn upp. Hann sagði, að kynsloð han» upplifði málaferli Guðs, sem væru þversumma allra dóma liðinna tírria- ,,Af þessari kynslóð verður krafist blóðs allra spámannanna, er úthelt hefur verið frá grundvöllun heims- ins."10 Þannig leit hann á Þ“ stórviðburði, sem í vændum voru. Honum var óljúft að þurfa að kveða upp úr með þetta. Þegar hann kom síðast til Jerúsalem og upp á hasðat' brúnina þaðan sem borgin blasti við, grét hann og sagði: Hefðir þú aðeins vitað, hvað til friðaf heyrir! En nú er það hulið sjónum

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.