Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 78

Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 78
það Jesús, sem vekur ,,trúna“. í hverju einstöku tilfelli er köllunin til „iðrunar" endurnýjuð. Hér heyrir allt undir hina miklu herferð. Hvarvetna býr að baki hugmyndin um kraft og kærleika Skaparans. Einkum og sér í lagi er það undur jarðargróðans, sem dvalið er við. Maðursáirsæði í akursinn, og „sæð- ið grær og vex, hann veit eigi með hverjum hætti: af sjálfri sérberjörðin ávöxt.“ Og óðara er „uppskeran komin.“ 13 Því er það, að þegar Jes- ús gerir útsendimennsínaað prédika boðskapinn um ríkið, þá eru þeir sem verkamenn í víngarði: „Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir; biðjið því herra uppskerunnar, að hann sendi verkamenn til uppskeru sinnar. Farið.“ 14 En svo er líka gripið til annarrar líkingar. Nú eru þeir sem „mannaveiðarar",15 eða þá fiski- menn með net,16 sem safnar í sig öllum tegundum, án þess að nokkur greinarmunur sé gerður. Það er ekki þeirra að velja og hafna. Lærisvein- arnir eiga að safna liði, safna saman mönnum í nýja lýðinn Guðs. Þeireiga að skýra mönnum frá því, að Guð sé á næstu grösum í hátign sinni. Það er allt og sumt. Síðan eiga þeir að leyfa hverjum og einum að bregðast við þessum tíðindum á sinn hátt. Sérhver maður velur sjálfur, upp á eigin spýt- ur, en frammi fyrir augliti Guðs. Þeir, sem bregðast við guðsríkinu „eins og börn “, eignast hlutdeild í því. Þannig verður lýður Guðs til, fyrir at- beina Guðs sjálfs innan vébanda gamla ísraels, reiðubúinn að birtast í fyllingutímans.Ogí þessu verki G uðs er fyrirgefning syndanna þungamiðjan. 236 Ætti nýi ísrael að verða meira en hugmyndin ein, þurfti hann að verða ákveðinn veruleiki. Sjálfsagt er ekki óhugsandi, að siðbættur gyðing- dómur hefði getað orðið framkvæmd þessarar hugmyndar. Raunar varð það svo að nokkru leyti, þegar nýt skóli rabbínsks gyðingdóms kom fram eftirfall Jerúsalemsborgar, und- ir forystu rabbínans Jóhannans ben Zakkaí. En eins og vér höfum þegar séð, hafði Jesús ekki siðbót innan gyðingdóms í huga. Þó var honum Ijós nauðsyn þess, að hið nýja líf, sem var í burðarliðnum, tæki á sig fasta mynd. Ein af dæmisögunum bendir einmitt til þessa: „Enginn lætur nýtt vín á gamla belgi; því að þá sprengir vínið belgina, og vínið ónýtist oQ belgirnir; en menn láta nýtt vín á nýja belgi.“17 Og raunar var veruleikinn nýi þegar að koma í Ijós. Það var ekki einasta, að lærisveinar Jesú værU kallaðir til þess að safna saman nýja guðslýðnum. Þeir voru og sjálf|r stofnmeðlimir hans. Einkum átti þetta við um fámenna hópinn, sem varð til úr fjölmennum flokki þeirra, sem aðhylltust málsta Jesú almennt. Þessi minni hópu' samanstóð af mönnum, sem gáfuS alveg málstaðnum á vald, og höfðu yfirgefið allt, til þess að fylgja JesU' Þeir voru tólf. Sjálfur virðist JesuS hafa ákveðið þá tölu, næstum árei anlega til þess að tákna ísraelsþjóo ina, en hinir fornu ættbálkar höfðu einmitt verið tólf. Hún er djarfle9 myndin, sem lýsir þeim, þar sem Þel „sitja tólf í hásætum og dæma Þ® tólf ættkvíslir ísraels."18 Og '

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.