Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 10

Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 10
sleitilega hamrað á þeirri staðreynd í vakningar skyni. Eysteinn Jónsson, ráðherra, sem þá fór með kirkjumál, skipaði um þetta leyti að beiðni minni, nefnd til þess að gera tillögur um framtíð Skálholtsstaðar. Formaður hennar var herra Sigurgeir. í Víðförla hafði ég skrifað: „Það þarf að setja lög um Skálholt, þarsem kveðið væri á um friðun staðarins, um umsjón með hon- um, uns biskup tekur við honum. Enn- fremur þarf að ákveða árlega fjár- veitingu til endurreisnar hans.“ Til- lögur nefndarinnar voru í sjálfu sér já- kvæðar. Hún lagði til að hafinn yrði þegar undirbúningur undir kirkju- byggingu og að vígslubiskupi Skál- holtsbiskupsdæmis yrði ákveðin-bú- seta á staðnum. Þessar tillögur virtust ekki fá sterkan hljómgrunn neins staðar. Það þurfti miklu öflugra vakn- ingarstarf til þess að þoka einhverju áleiðis. Ég hefði tæplega haft áræði til þess að hefjast handa um félagsstofnun, ef ég hefði ekki fengið liðveislu Jóns Gunnlaugssonar, stjórnarráðsfull- trúa. Þegar ég færði þessa hugmynd í tal við hann, var hann undir eins reiðu- búinn og tók að safna félögum. Þeir undirrituðu ávarp, þar sem bent var á afmælið 1956 og þessar ,,óskir“ látnar í Ijós: a. Að Skálholtsstaður sé varð- veittur og skilað aftur hinum fáu forn- minjum, b. að biskupsstóllinn verði endurreistur, c. að dómkirkja verði reist og henni fenginn prestur, d. að Vídalínsklaustur verði reist til bústað- ar fyrir uppgjafapresta og hvíldar- heimili annarra, c. að komið verði upp framhaldsskóla í prestlegum fræðum. Félgar gengust undir árlegt gjald, kr. 248 100 á ári, fram til ársins 1956, er rann í Viðreisnarsjóð Skálholstsstóls. Nauðsynlegt reyndist að hnýta þess- um fyrirvara við ávarpið: „Þetta skjal skuldbindur ekki undirskriftarmenn um afstöðu til einstakra atriða við- reisnarstarfsins." Það kom sem sé fljótt og greinilega í Ijós, að mörgum þeim, sem tóku vinsamlega undir málið, meðan talað var almennt um einhverja ræktarsemi við Skálholts- stað, féllst nokkuð hugur, þegarfarið var að ræða um ákveðna stefnumörk- un. Þá varð flest að loftköstulum og draumórum í hugum ýmissa góðra manna. Skálholt reis fyrir augum manna Stofnfundur Skálholtsfélagsins var í maí 1948 en ekki var gengið frá lög- um þess fyrr en árið eftir. Sumarið 1949, 20. ágúst, var svo fyrsta Skál- holtshátíðin. Tilgangurinn með þessari tilbreytni var að vekja athyg1' á Skálholti. Það tókst. Skálholtshá- tíðirnar urðu tilefni til þess að tala máli Skálholts í blöðum og útvarpi- Þær voru og mikið sóttar að telja má> þegar tekið er tillit til aðstöðu a staðnum. Kirkjan hrörlega rúmað' ekki nema brot hátíðargesta, en gja11" arhorn fluttu söng og mál úttil þeirra> sem höfðust við utan dyra. Eft'r messu var samkoma úti: Hljóðfæra' leikur, söngur, ræða, upplestur, leik' þáttur (tvisvar). Þarna lögðu marg'r lið, fyrir utan stjórnarmenn Skal' holtsfélagsins (í stjórn þess voru fra byrjun, auk Jóns Gunnlaugssonah þeir Sveinbjörn Finnsson og Hro-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.