Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 12

Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 12
stjórna framkvæmdum í Skálholti og fór að veita fé ríflega. Þetta var gleði- efni og sigur. En sá skuggi fylgdi, að mjög markvíst var gengið á snið við þau samtök áhugamanna, sem höfðu fylkt sér saman í Skálholtsfélaginu. Á bak við þetta var kirkjupólitík. Því er ekki að leyna. Ég hafði látið þá von í Ijós, að Skálholt gæti sameinað, þar gætu menn tekið höndum saman og orðið samstíga í sókn að einu marki, og látið dægurþras og ríg þagna. Sú varð ekki raunin alls kostar. Skál- holtsfélagið varð að þoka til hliðar. Við höfðum stefnt að því að gera það að landssamtökum og 1954 var skipulögð almenn fjársöfnun um allt land. Höfðu margir tekið að sér að hafa forgöngu íþví máli, hverásínum stað, en það var sr. Jón M. Guðjóns- son, sem af sínum alkunna dugnaði og eldmóði skipulagði þessar víð- tæku aðgerðir. En fyrir þetta var brugðið fæti svo að minna varð úr en til var stofnað. Allt um það og þrátt fyrir allt, sem miður fór, þá sigraði Skálholt. Kirkjan eignaðist það aftur að lögum og henni hefur miðað áleið- is í því að eignast það í raun, helga sér það með því að auka og efla aðild staðarins að sögu sinni og lífi í nútíð. Gjör þú, Drottinn, tákn til góðs - Hefur hugsjónin um Skálholt breytzt við tuttugu ára setu á biskups- stóli? - Hugsjónin um Skálholt hefur ekki breytst. Efnislega get ég heilum huga 250 endurtekið og áréttað allt, sem ég hef á þrjátíu ára skeiði sagt þeirri hugsjón til vitnis. Aðstaða hefur tekið breyt- ingum og vígstaða hlýtur alltaf að hafa áhrif á viðbrögð í sókn og vörn. En stefnan breytistekki. Þegar litið er um öxl, er ég þakklátur fyrir það, sem á hefur unnist. Þegar það er hugleitt í sambandi við ástand, skilning og horfur, þegar merkið var hafið, þá væri það guðlaus blindni að meta það ekki við Drottin. Og við þjóð sína. Ég endurtek og strika undir: Við Drottin og viö þjóð sína. Það var mikið átak í upphafi að vekja til skilnings á því, að forsendan fyrir öllum skammlausum aðgerðum > Skálholti væri viðurkenning á því að þar var helgidómur kirkjunnar. Það var biskupssetur. Það var kirkjulegt menntaból. Þær staðreyndir sögunn- ar voru þau vébönd, sem ráðamenn urðu að virða. Og til þess að þau yrðu virt þurfti að halda þessu á lofti af fullri einurð. Og fyrst og fremst þurfti kirkj- an og hennar fyrirsvarsmenn að skilja þetta og virkja áhuga og skilning sjálfrasín. Við í Skálholtsfélaginu töldum eðli' legt að tengja hugsjónina um biskups- setur þeirri staðreynd, að vígslubisk- up Skálholtsbiskupsdæmis forna var til. Hann þurfti að fáaðseturíSkálholti og raunverulegt hlutverk sem biskup- Mörgum þótti hér of langt gengið- öðrum of skammt þegar frá leið- Ýmsir töluðu um tildur þegar talað var um biskupsstól í Skálholti. öðrum fannst ekki minna hlýða en að bisK- upsstóll landsins yrði fluttur þangað- Persónulega hefði ég ekki kosið annað fremur, þegar ég lenti í því að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.