Kirkjuritið - 01.12.1978, Qupperneq 14
Guð gefi mér gott kall að heyra
- Mig langar að víkja spurningu að
uppruna þínum og uppvexti, því fólki
sem kom þar við sögu. Og hvað um
trúarleg áhrif og önnur, sem reynzt
hafa drjúg á lífsleiðinni?
- Á bernskuheimilum mínum báðum
voru fastar guðræknisvenjur, reglu-
bundnir húslestrar, sem hafðir voru
um hönd með lotningu. Ég vandist
bænariðkun og lærði margt utanbók-
ar, sem hefur orðið mér dýrmætt síð-
ar með auknum skilningi á efninu.
Passíusálmarnir voru mér huggrónir.
Signingin var sjálfsögð, þegar degi
var heilsað og dagur kvaddur, ásamt
bænargjörð. Þegar ég sá regnboga,
var mér kennt að segja: „Friður á milli
himins og jarðar, friður á milli Guðs
og rnanna," - og mérvarbentásam-
band þessara orða við Biblíuna. Þeg-
arég heyrði klukknahljóðfyrireyrum,
átti ég að segja: „Guð gefi mér gott
kall að heyra á síðasta degi“ - Ég átti
að mæta síðasta lífsdegi og efsta degi
viðbúinn, en án ótta. Helgi sunnu-
dagsins var stranglega virt. Þá mátti
ég ekki slíta blóm. Væri ekki messað í
sóknarkirkjunni var húslestur á há-
degi. Postillan var mikil bók og tign-
arleg í mínum augum og helgin, sem
fyllti baðstofuna, er mér ógleyman-
leg. Þegar messað var fóru alltaf ein-
hverjirtil kirkju, allir, sem komust. Ég
man fyrst eftir mér í því sambandi á
hnakknefinu hjá afa mínum, þegar
hann reiddi mig fyrir framan sig til
kirkjunnar. Ég man sr. Bjarna Einars-
son á Mýrum, skírnarföður minn,
fyrstan presta. Hann var mikill vexti,
252
söngmaður ágætur og varð mér star-
sýnt á hann skrýddan fyrir altarinu.
Faðir minn varð meðhjálpari um það
leyti sem ég fór að muna eftir mér. Ég
fékk dálæti á þeim prestum, sem
komu á eftir sr. Bjarna. Sr. Sigurður
Sigurðsson lét mig lesa, þegar hann
húsvitjaði, það var mitt fyrsta próf-
Hann var fjörmenni og Ijúfmenni-
Hans naut við skammt. Síðan kom sr.
Björn O. Björnsson, fallegur maður og
fjölhæfur. Við urðum miklir vinir.
Hann sagði mér til í dönsku hálfs-
mánaðartíma eftir fermingu og næsta
vor var ég hjá honum 3 vikur, því þá var
hugmyndin, að ég reyndi inntökupróf i
Menntaskólann. Þann vetur varég líka
um tíma hjá Helga Lárussyni á Kirkju-
bæjarklaustri. Hann kenndi mér reikn-
ing og ensku og hjá honum lærði ég
ofurlítið á orgel. Hann lauk upp fyr'r
mér heimi tónlistarinnar, en áður
hafði ég varla heyrt í öðru hljóðfæri en
harmóníku. Séra Björn reið með mig
suður og lét engan bilbug á sér finna i
því að ég myndi standast prófið. Hann
var löngum bjartsýnn, blessaður, en
þótti miður raunsær á stundum. Mér
veitti ekki af uppörvun, því „lítill var
kjarkur og kraftur". Og prófið slamp'
aðist af.
Ég varð sem sagt ekki úti
Trúarsögu mína, stormasama nokkuð
á stuttu skeiði í skóla hef ég rakið anm
ars staðar. Sú trúarvissa, sem ég eign'
aðist, þegar sá ólagasjór var að baki.
var dýru verði keypt. Perlan, sem e9
hafði átt á barnsaldri og unglings'
árum, glataðist mér aldrei, þó að hun