Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 18
hvert þeirra sem ég vildi. Ekkert þeirra var beinlínis freistandi, prests- setrin í niðurníðslu og nær húsalaus sum. Og litlar vonir um endurbætur. Það tók sinn tíma að gera upp við sig, hvað gera skyldi, og ýmislegt blandaðist í mál mín þetta rigningar- sumar, 1938. Sigurbjörn Á. Gíslason var umhyggjusamur við mig þá sem endranær. Eg starfaði á Grund um tíma. Svo sendi hann rriig til Skaga- fjarðar og Akureyrar til þess að tala fyrir kristniboði. í sambandi við þá ferð kynntist ég fyrst Ólafi Ólafssyni. Hann var mér tryggur vinur upp frá því. í Skagafirði voru 3 prestaköll laus, í rauninni, þótt prestar hefðu fengið veitingu fyrir tveimur þeirra, en báðir sátu áfram í sínum fyrri köllum með leyfi kirkjustjórnar. Hvammur í Laxárdal var óbundinn. Munaði ekki miklu að ég færi þangað. En á leiðinni suður kom ég við á Breiðabólstað, enda hafði ég hugsað mér það. Þar var vinur minn, séra Þorsteinn L. Jónsson, í nágrenni. Hann lánaði mér tvo gæðinga til reiðar yfir heiðina. Og Gestur Guð- mundsson á Rauðamel réðst til fylgdar með mér. Ég hafði meðferðis bréf til hans frá sr. Árna Þórarinssyni. Hann hafði verið tíður gestur hjá mér um veturinn hér í Reykjavík. Hann dró ekki af, þegar hann lýsti Snæfellsnesi og Snæfellingum. Ljós sem skuggar urðu með yfirnáttúrlegum stór- merkjum í meðförum hans. En yfir Skógarströnd var ekkert nema birta fyrir augum hans. Skógstrendingar höfðu alla kosti Snæfellinga en enga ókosti. Og staðurinn var jarðnesk paradís. 256 Ég hitti mann að vestan um vorið og spurði hann um Breiðabólstað. Hann kvað aðkomuna þarheldurdapurlega, þangað skyldi ég ekki hugsa, húsið væri hjallur, gamall og gysinn, engin peningshús nýtileg, aðeins ein nýleg hlaða við fjárhúsin sæmileg, túnið ó- girtur kargi mestan part, sveitin orðin fámenn, mæðiveiki komin upp og hún myndi leggja hreppinn í eyði, ef hún færi að grassera, o. s. frv. Ég tjáði sr. Árna þessi tíðindi, þegar við hittumst næst. Það kom stans á hann þar sem hann gekk um gólf með dósirnar sínar. Svo sagði hann: ,,Ég ætla aó kenna þér eitt heilræði,. góði. trúðu aldrei Snæfellingi!" Mér þykir verst að eiga ekki það bréf, sem hann skrifaði með mér til Gests á Rauðamel. Þær viðtökur fékk ég þá og oft endranær hjá þeim hjón- um, Ólöfu og Gesti, að það var eins og að koma í foreldrahús. Þegar yfir fjali' ið kom - það var húðarrigning mest- allan daginn - þótti mér Breiðaból' staður hnípinn undir Háskerðingi- Staðurinn var mannlaus. En nágrann- ana hitti ég, Valborgu og Guðmund a Dröngum. Þau áttu eftir að verða hjálpsamirgrannarog hollirvinir. Það varð úr að ég tæki Breiðabólstað. Ekki var viðlit að flytjast með fjölskyldu þangað að svo búnu, að áliðnu surnh (við vorum með 3 börn). Ég fór einn og annaðist farkennslu framan af vetri- Skólinn var í Rifgirðingum og a Dröngum. En á vormisserinu fór ég ti Uppsala. Við fluttumst á fardögum 1939- fengum yndislegt sólarsumar. Allt var að vísu satt, sem ég hafði heyrt miS' jafnt um staðinn og mátti ýmsu vl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.