Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 28
sunnudags er eitt dæmið. Þar eru þessi orð hans í 8. kafla Matteusar: „Ég segi yður, að margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham og ísak og Jakob, en sonum ríkisins mun verða varpað út í myrkrið fyrir utan. Þar mun verða grátur og gnístran tanna.“ (Matt. 8. 11.-12.). Ekki fer milli mála, hverjir „synir ríkisins" eru, og hitt fer ekki heldur milli mála, að þeir hafa svo sannar- lega fengið að kanna myrkrið fyrir ut- an og grátinn og gnístran tanna með- al þjóða heims. Annað hugstætt dæmi er sagan af hinum vondu vínyrkjum í 12. kafla Markúsar eða 21. kafla Matteusar. Hjá Matteusi er hún jafnvel enn harkalegri. En hvað sem öllum slíkum ummæl- um líður, þá standa einnig í Nýja testamentinu orð Jesú um, að hann væri sendur til týndra sauða af húsi ísraels (Matt. 15, 24; 10, 6) og ætlaði lærisveinum sínum einnig verk meðal þeirra, - já, að þeir skyldu byrja í Jerúsalem, er þeir færu að prédika sem vottar hans. (Lúk. 24, 47; Post. 1, 8). Og hver ónýtir slík orð eða nemur úrgildi? - Sagan um kristna menn og Gyð- inga mun eflaust flestum kunn að nokkru marki. Fullvíst þykir, að hinir skjótu og öru sigurvinningar kristn- innar á fyrstu áratugum og öldum, hafi mjög byggzt á því, að milljónir Gyðinga voru í dreifingu um allt róm- verska ríkið og höfðu áunnið fjöld trúskiptinga. Engu að síður urðu Gyðingar brátt í minni hluta í kirkj- unni og höfðu þar ekki forustu. í rit- um hinna elztu kristnu feðra og höf- 266 unda, annarra en postulanna, gætir hvors tveggja, að Gyðingar séu taldir úrsögunni sem útvalin þjóð Guðs, og vonarinnar um, að þeim muni búið hjálpræði og afturhvarf að lokum. Lík- ingin um fíkjutréð í 24. kafla Matteusar er þá t. d. skilin svo, að hún sé spá- dómur um afturhvarf Gyðinga. Þegar greinin er orðin mjúk og skýtur lauf- um, er sumarið, endirinn í nánd. Um sömu mundir hatast Gyðingar víða mjög við kristna menn og ofsækja þá- Þeir eru þá enn fjölmennir í rómverska ríkinu og trúarbrögð þeirra leyfð, en ekki trú hinna kristnu. En smám sam- an snýst þetta við. Kristnum mönnum fjölgar, og þeir harðna í afstöðunni til Gyðinga, svo að jafnvel kemur til of- sókna, þótt fátíðar séu þær. Þegar kemur fram á daga Chrysostomusar og Ágústíns á 4. og 5. öld, er sú kennig orðin nokkuð mótuð, að dreif' ing Gyðinga og útlegð frá Gyðinga' landi sé refsing, er þeir hljóti fyrir að krossfesta Krist og hafna honum. Hún hefur orðið afdrifarík í sinni margra kristinna manna fram til þessa. Ekki verða síðan umtalsverðar breytingar á afstöðu kristinna manna til Gyðinga fram að siðbót. Hún er að jafnaði óvægin, stundum hörð og grimm, þótt dæmi annars finnist. Hún leiddi til meiri og minni einangrunar hinna svonefndu „morðingja Guðs“ 1 samfélaginu, hálfgerðrar útlegðar, ^ stundum til blóðugra ofsókna. Verstir voru rannsóknardómstólarnir, - ein- hver hinn versti skuggi kirkjunnar um allaraldir. Afstaða Lúthers til Gyðinga er öðr- um þræði óljós. Oft hefur hann á seinni árum verið ásakaðurfyrirhörko
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.