Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 30

Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 30
þessa sögu alla. Nokkrir Gyðingar hlutu þó skjól hér á landi í hörm- ungum stríðsins, svo er Guði fyrir að þakka. Ekki er annað vitað en gott hafi leitt af búsetu þeirra hér. Á sautj- ándu öld herma sagnir frá kaup- manni á Hofsósi, er verið hafði Gyð- ingur, en látið skírast til kristinnar trúar. Ekki kann ég glögg skil á sögu þessa manns, en þar kynni að vera glöggt dæmi manns, erfreistazt hefði til að kaupa sér almenn mannréttindi og atvinnurétt með trúskiptum. En nú hefur verið stofnað félag á íslandi, er nefnist „Samtök um kristna boðun meðal Gyðinga". í fá- orðum lögum þess segir svo m. a.: „Tilgangur félagsins er að gera kristnum mönnum Ijósa skuld þeirra við Gyðinga og að styrkja kristna boðun meðal þeirra." - Ennfremur segir þar, að félagið sé byggt á grunni Heilagrar ritningar og játningarritum evengelísk-lútherskrar kirkju. í fé- laginu eru nú um 20 manns. Þeir, er því geta við komið, koma saman svo sem einu sinni í mánuði til að styrkja sig í áformi og verki. Þeir leggja þá eitthvað af mörkum eftir efnum, ef unnt er. Félagsgjöld eru engin. Þá hafa félagar einnig ákveðið að minnast Gyðinga sérstaklega á mánudögum, er þeir geta því við komið. Hver er skuld kristinna manna við Gyðinga? Því er erfitt að svara í fáum orðum. í fyrsta lagi er þó það í huga haft, sem Nýja testamentið kennir, að vérfeng- um hjálpræði vort fyrir meðalgöngu Gyðinga. „Hjálpræðið kemur frá Gyðingum," sagði Jesús sjálfur við 268 samversku konuna. (Jóh. 4,22). Þeirra varsonarkosningin, sagði Páll postuli- dýrðin, sáttmálarnir, helgihaldið og fyrirheitin. Feðurnir voru feður þeirra „og af þeim er Kristur kominn." (Róm- 9, 4.-5.). Þeir eru hinar náttúrlegu greinar en ekki vér. Páll ræðir og um þessa skuld í 15. kafla Rómverjabréfs- ins. Heiðingjarnir eru í skuld við hina heilögu í Jerúsalem, því að fyrst heið- ingjarnir hafa fengið hlutdeild í and- legum gæðum þeirra, þá er þeim og skylt að fulltingja þeim í líkarnlegum efnum.“ (Róm. 15, 27). Hvað hefði hann þá sagt um hin andlegu efni? Of mjög hefur það sljóvgazt fyrir kristnum mönnum, að allt hið bezta tókum vér í arf frá Gyðingum. Heilaga ritningu alla, tilbeiðsluhætti vora og guðsdýrkun, - trú vora, sjálfan Drott- in vorn, - fyrir vitnisburð gyðingbor- inna manna. En þær aldir, sem vér og forfeður vorir hafa notið þessa, hefur mikill hluti hinnar fornu þjóðar Guðs lifað í myrkrinu fyrir utan. í öðru lagi er meira en mál, að vér gerum oss grein annarrar skuldar. Þar er allt það, sem vér tókum í arf af for- dómum og mannlegri speki og hleyp1' dómum allt frá dögum Krists, Chrysostomusar, Ágústíns og Lúthers. Þar var það sæði, sem af spratt hatrio og fyrirlitningin, - já, ofsóknirnar, einnig Gyðingaofsóknir nazista. Pv_' verður ekki á móti mælt, að kirkjan a þar stóra skuld. - Og erum vér ekk' skyldir til, íslendingar, að axla hana með öðrum bræðrum? Greidd verður hún ekki nema me fyrirgefningu Guðs, - en beiðnina um fyrirgefningu skuldum vér einnig og viðleitnina að bæta fyrir brotið.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.