Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 36

Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 36
séra Páls úti á akrinum. Boðun hans þekkti ég þó. Hún var kröftug og karl- mannleg og laus við alla væmni og hálfvelgju. Hún var ekki bundin við kirkjudyrnar enda talaði hann oft um nauðsyn þess, að kirkjan bæri boð- skap sinn út til fólksins, þar sem það er - að kristindómurinn yrði sjálf- sagður þáttur í lífi mannsins, sam- ofinn honum og augljós af dagfarinu. Samt var honum vel Ijóst, að það er innri afstaða mannsins, sem úrslitum ræður. Þess vegna lagði hann lítið upp úr þeim, sem bera ytri svipmót trúarinnar, en eru hið innra óheilir, dómsjúkir og fordómafullir. Þannig lét hann sig miklu varða kirkjuna og stöðu hennar. Þar vildi hann leita nýrra leiða og var sjálfur úrræðagóður og skjótur til fram- kvæmda. Aldrei heyrði ég hann efast um þann Drottin, sem er herra þess- arar ófullkomnu stofnunar, en gagn- rýninn var hann og gleymdi þá ekki heldur að skyggnast um í eigin barmi. Eftirlifandi kona séra Páls er Guð- rún Birna Gísladóttir. Þeim varð þriggja sona auðið: Gísla Páls, Þórð- ar Björns og Halldórs Gunnars. Séra Páll var myndarlegur maður, Ijós yfirlitum, glaðsinna og góður fé- lagi. Allir beztu eðlisþættir hans dýpkuðu og skírðust í þjáningu síð- ustu lífsdaganna. Þá komu innviðirn- ir í Ijós. Skelfingin og örvæntingin vék fyrir þeim friði, sem Guð gefur og eræðri öllum skilningi. Séra Páll Þórðarson auðveldaði okkur hinum, sem stóðum álengdar, að sætta okkur við það, sem varð að vera. Hann vitnaði til hins síðasta um þann Drottin, Jesúm Krist, sem gef- 274 ur kraftinn til að bera hið óbærilega og gengur sjálfur inn í hlutskipti manns- ins, ber kvöl hans upp á krossinn og leiðir hann til eilífs lífs. Megi sá vitnisburður verða ást- vinum hans hvatning til að takast á við lífið að nýju. Guð blessi minningu séra Páls Þórðarsonar. Sigfinnur Þorleifsson-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.