Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 42
vestra og öllum séu kunnir hinir frá-
bæru eftirhermuhæfileikar hans, og
hafi þeir æði oft bitnað á þeim á bak,
sem nú hampi honum mest. Ekki
þurfi fólk heldur að furða sig á ný-
norskunni sem læknirinn tali í gegn-
um Indriða og enginn ætlaði að skilja
fyrst í stað, því svo oft hafi Indriði sézt
vera að atast utan í norskum sjó-
mönnum fyrir utan ,,Svínastíuna‘'
(vínstúka við Hótel ísland) í haust.
Einnig megi teljast eðlilegt að sjúkl-
ingnum létti eitthvað á milli, einkum
og sér í lagi ef hann hafi trú á lækn-
ingunum. Aftur á móti sjái þessa
heims læknar engan mun á honum,
og sé það álitamál hvort læknar og
lögregla ættu ekki að skerast í leik-
inn.
Svo vill til, að Jón Ólafsson getur
bætt P. S. við þesSa grein sína, því
honum berst sú fregn að sjúklingur-
inn hafi látizt um nóttina, þ. e. aðfara-
nótt 16. marz.
Tilraunafélagsmenn segja frá láti
Jóns 17. marz, bæði í ísafold (XXXIII,
16, 1906) og Fjallkonunni (XXIII, 12,
1906), og kunna fulla skýringu á því.
ísafold rekur málið og segir frá vel
heppnuðum lækningum, en „Fyriró-
happ hafi komizt að honum (Jóni)
töluverður súgur í austanbylnum á
miðvikudagskvöldið 14. þ. mán., og
fékk hann upp úr því kvef með tölu-
verðum hósta, sem hann kafnaði
af,... Fyrir þetta áfall tókst ekki að
skera úr því í þetta sinn hvort krabba-
mein læknast með fyrrnefndum hætti
eða ekki“.
Fallkonan hefur sömu sögu að
flytja og segir þetta óhapp með gust-
inn alls ekki að kenna ættingjum
280
Jóns, sem hann hafi búið hjá og
hefðu annazt hann af kostgæfni-
Einnig eru menn beðnir að hafa þetta
ekki í flimtingum.
Þjóðólfur segir nákvæmlega frá
málinu 23. marz (LVIII, 12, 1906) oQ
Reykjavíkin skrifar um það 24. marz
(VII, 12, 1906). Kemur fram í báðum
blöðunum að við krufningu á líkinu,
framkvæmda af Guðmundi Björns-
syni landlækni og þremur öðrum,
þeirra á meðal Guðmundi Magnús-
syni, hafi ekki komið í Ijós neinn þroti
í lungum né brjósthimnubólga,
aftur á móti var lifrin svo undirlögð af
krabbameini að það var næg dánar-
orsök.
Annars er ekki skrifað öllu meira
um þetta mál, enda varla þótt smekk-
legt, en nú tekur við annað mál sem
veldur miklum skrifum og illskeyttum
deilum, en það er hin ósjálfráða skrift
Guðmundar Jónssonar á Tilraunafé-
lagsfundum.
I ísafold 21. marz (XXXIII,17, 1906)
er sagt frá gífurlega fjölsóttri Fjölnis-
skemmtun í Bárubúð kvöldið áður.
Mönnum til skemmtunar las Einar
Hjörleifsson 3 ævintýri og nokkur
Ijóð, en Haraldur Níelsson skýrði frá
tilurð þeirra. Hafði 17 ára piltur, Guð-
mundur Jónsson, skrifað þau ósjálf'
rátt en í vöku, fyrir fáeinum dögum á
Tilraunafélagsfundi. Voru Ijóðin að
forsögn Jónasar Hallgrímssonar og
Bjarna Thorarensen, en ævintýrin ao
efni eftir H. C. Andersen, og tvö fserð i
íslenzkan búning af Snorra Sturlu-
syni og Jónasi Hallgrímssyni.
Fjallkonan (XXIII,13,23. marz 1906)
segir frá fundinum og tildrögum
hans. Er þar lýst hinni góðu samvinnu