Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 46

Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 46
ferðalagið. Kemur þar fram að Einar hélt fyrirlestra almenns eðlis fyrir 60 aura, en bauð svo andafundi ef menn borguðu aukaþóknun, á Vestfjörðum kr. 5, en á Akureyri og Húsavík kr. 10. Þá er sagtfrá því að Bríeti Bjarnhéð- insdóttur hafi verið meinaður að- gangur á Húsavík og Stefáni Stefáns- syni á Akureyri. Var Skúli Thorodd- sen aðstoðarmaður miðilsins um Vestfirði allt suður á Mýrar. Einnig er því lýst, að andi Þórðar á Hala hafi komið fram á Bolungarvíkurfundin- um, en Þórður reyndist í fullu fjöri þegar betur var að gáð (eins og fyrr kom fram). Enn segir Lögrétta: ,,En að sá mað- ur, sem sumir ætlast til að taki innan skamrns við æðsta embætti landsins, skuli geta látið spyrjast um sig, að hann lafi eins og lóðadrellir aftan í andaloddara í pakkhúsum til og frá um landið — það er auma háðung- in“. Einar Hjörleifsson og Björn Jóns- son svara ásökunum andstæðinga sinna í ísafold (XXXV, 70, 14. nóv. 1908), en Skúli bar hönd fyrir höfuð sér í Þjóðviljanum (XXII, 50-51, 14. nóv. 1908). Segir þar m. a. viðvíkjandi anda Þórðar: „Dettur ritstjóra ,,Lög- réttu" í hug að allir sem dánir eru og voru ef til vill stórlygnir fyrir andlátið, séu nú orðnirsvo breyttir, að þeirgeti ekki brugðið fyrir sig lýginni, ef þeim býður svo við að horfa?“ 3 Það vekur athygli, að eftir öll æsi- skrifin fyrri hluta ársins er eins og 284 málið detti niður hjá blöðunum, og í u. þ. b. hálft þriðja ár er fremur lítið um málin rætt. Það má teljast eðlilegt að andatrúarmenn hafi sig lítt í frammi eftir hinn mikla aðsúg sem gerður var að þeim. Menn, sem eru foringjar í stjónmálabaráttu, geta ekki leyft sér að gerast slíkir skot- spænir hæðni og brigzlyrða eða verða að almennu aðhlátursefni. Vit- að er að margir stuðningsmenn Björns Jónssonar voru mjög á móti þátttöku hans í tilraununum, ekki hvað sízt Valtýr Guðmundsson. Einn- ig virðast hafa orðið leiðindi innan Tilraunafélagsins sjálfs, og höfðu margir sagt sig úr því snemma ársins, þ. á. m. Indriði Einarsson og hans fólk. Vartalið að ósæmileg framkoma miðilsins væri orsök þess. En nú fóru miklir tímar í hönd, stjórnmálalega séð, því að stóru mál- in 1906 voru alþingismannaförin, blaðamannaávarpið og boðun kon- ungskomu og hóps danskra þing- manna og ráðherra 1907 ásamt væntanlegum óformlegum viðræðurn um stöðulögin í því tilefni. Víst má telja að andatrúar-stjónmálamenn hafi talið vænlegast að segja sem minnst frá dulrænni reynslu þegar a reið að safna sem flestum veraldleg- um stuðningsmönnum. í ísafold 5- maí 1906 (XXXIII, 28) ræðir Björn Jónsson um það hvort fundir Tij- raunafélagsins eigi að vera blaðamál yfirleitt. Reyndar hafi alltaf staðið til að gefa út sérlegt málgagn um fund- ina, en til þess hafi ekki fengizt friður fyrirofsóknum. í blaðinu 1. júní (XXXIII,35, 1906) biður „Fililepes" ritstjóra þess að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.