Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 82
lítur að una megi við tilvitnanir einar í
pistla og guðspjöll, ef þörf gerist vegna
útgáfunnar.“21
Það hafði áður komið fram á syno-
dus, að nefndarmenn óskuðu eftir
því, að síra Haraldur Níelsson tæki
sæti í nefndinni.
Þar með komst handbókarmálið
loks í höfn. Nefndin tók til óspilltra
málanna og vann af kappi septem-
bermánuð 1909. Starfið lenti mest á
þeim þremur nefndarmönnum, sem
heima áttu í Reykjavík, þeim Þórhalli
Bjarnarsyni, Jóni Helgasyni og Har-
aldi Níelssyni. Bókin hafði tekið
miklum stakkaskiptum í meðferð
nefndarinnar þau 10 ár, sem liðu frá
því, að f rumvarp hennar var lagt fram,
og enn urðu miklar breytingar við
þessa seinustu yfirferð. Handbókin
nær aðeins til helgisiðanna, laga-
köflum er sleppt, en Kirkjuréttinum
ætlað þar úr að bæta.
Nýja handbókin fékk konunglega
staðfestingu 22. júní 1910. Auðvitað
var þeim prestum, sem fyrir voru í
starfi, leyfilegt að nota eldri hand-
bókina, ef þeir óskuðu þess.
Þar með var lokið 18 ára endur-
skoðunarstarfi handbókarinnar. Hún
virðist hafa fengið góðar viðtökur,
bæði hér heima og vestan hafs.
Danski presturinn Martensen-Larsen
gat hennar í rækilegum ritdómi í
„Kirken og Hjemmet“ og lætur vel af
henni, telur hana jafnvel í sumu taka
fram helgisiðum Dana. Þá rita þeir
báðir um bókina, síra Jón Bjarnason í
Sameiningunni og síra Friðrik J.
Bergmann og taka henni báðir vel.
21) Nýtt Kirkjublað 1909,13. tbl., bls. 149.
320
Auk þess birtust ýmsir ritdómar um
hana í hérlendum blöðum.22 Þá má
geta þess, að í skoska blaðinu „The
Scottish Chronicle" var ritað langt
mál um handbókina23
Lýkursvo þessari samantekt.
Jónas Gíslason
Þessi grein er að langmestu leyti í samhljóðan
við erindi, er flutt var á ráðstefnu í Skálholti
dagana 25. júní - 5. júlí 1975.
22) Nýtt Kirkjublað 1910,21. tbl., bls. 253.
23) Nýtt Kirkjublað 1911,6. tbl., bls. 72.