Handbók fyrir hvern mann - 01.01.1921, Page 49
Ýmsir skattar og gjöld.
Aukatekjur ríkissjóðs.
x. Dómsmálagjöld.
Fyrir stefnu skal gjalda 2 krónur, þegar máls-
aðili, í staö þess að gefa út fyrirkallsseöil, beiö-
ist þess, aö stefna veröi gefin út með nafni dóm-
arans og innsigli. — Sama gjald skal greiða
fyrir fyrirkall.
Fyrir að taka fyrir mál, þar meö talin ritun í
dómsmálabókina, skal gjalda 4 krónur. Sama
gjald skal greiða fyrir geröir þær, er um getur
í 7., 9. og 14. gr. tilskipunar 15. ágúst 1832. Fyr-
ir frest í dómsmáli skal gjalda 2 krónur.
Fyrir að leggja dóm á mál skal gjalda 8 kr.,
um leiö og málið er tekiö til dóms. Fyrir skrif-
lega frávísun, sama gjald. Fyrir aö kveöa upp
úrskurð meðan á rekstri máls stendur slcal gjalda
4 krónur fyrir hvern úrskurö.
Fyrir vitnaleiðslu skal gjalda 2 krónur fyrir
hvert vitni. Sama gjald skal greiða fyrir gagn-
spurningar. Fyrir eiðfestingu vitnis skal gjalda
2 krónur.
Fyrir að kveðja menn í rétti til skoðunargerð-
ar eða annara slíkra geröa skal sérstaklega
gjalda 1 kr. fyrir hvern hinna dómkvöddu. Sama
gjald skal greiða fyrir eiðfestingu matsmanna,
svo og fyrir sérhverja aðra eiðfestingu, nema um
vitni sé að ræða.