Handbók fyrir hvern mann - 01.01.1921, Page 72
70
Eigiiarskatt greiöa allir hinir sömu, sem skatt-
skyldir eru til tekjuskatts, ef þeir eiga eign eöa
eigiiarréttindi, sem skatt ber aö greiöa af. Inn-
lend hjutafélög og önnur félög hafa leyfi til að
dragu hlutafé sitt eða stofnfé frá eignaupphæð-
inui áður en skattur er á lagður. Menn, sem
eigi eru heimilisfastir hér á landi, og útlend fé-
lög greiða að eins eignarskatt af eignum sínum
hér á landi, og reiknast skatturinn samkvæmt
reglunum hér að framan, þó aldrei minni en
2%o af hinum skattskyldu eignutn.
Við mat á eignum til eignarskatts skal farið
eftir þessum reglum:
a. Virðing á fasteign skal fara eftir gildandi
fasteignamati.
b. Verðlag á skipum og öðru lausafé skal miða
við áætlað söluverð. Við ákvörðun þess skal
meðal annars hafa hliðsjón af því, hve hátt
eignimar eru vátrygðar.
c. Hlutabréf, skuldabréf og önnur slík verðbréí
skal meta eftir nafnverði, riema þau hafi ann-
að gangverð eða áætlað söluverð.
d. Útistandandi skuldir skulu taldar með nafn-
verði, hvort sem vextir eiga að greiðast af
þeim eða ekki. Óvissar skuldir má færa niöur
eftir áætlun og ófáanlegar skuldir skulu ekki
taldar með.
e. Réttindi til stöðugra tekna skulu metin eftir
því endurgjaldi, sem hæfilegt væri fyrir þau
Iþegar skatturinn er lagður á.