Handbók fyrir hvern mann - 01.01.1921, Síða 77
7 5
Ef skjal fullnægir eigi kröfum löggjafarinnar
um víxla, stimplast þaö sem skuldabréf.
Lifsábyrgöarskírteini stimplast meö einum af
|)úsundi eöa broti úr þúsundi af lífsábyrgðar-
fjárhæðinni.
BrunaábyrgSarskírteini stimplast meö 25 au.
af þúsundi eða broti úr þúsundi.
Sjóvátryggingarskirteini stimplast met> 10 au
af þúsundi eöa broti úr þúsundi.
Gjaldi'ð greiðist hvort sem tryggingin fer eftir
samningi eða um ákveðinn eða óákveðinn tíma,
án þess að sérstakt skírteini sé gefið út vegna
hverrar áhættu fyrir sig. Hið sama er, ef trygg-
ingarsamningur er gerður með bréfaskiftum, inn-
ritun í viðskiftabækur eða á annan hátt.
Stjórnarráðið hefir ennfremur heimikl til að
undanþyggja stimpilgjaldi einstakar tegundii
trygginga, ef sérstök ástæða þykir til.
Leigusatnningar um skip, hús, jarðir og lóðiv
stimplast með 25 au. af hverju hundraði eða
broti úr hundraði, sem leigan nemur.
Ef leigusamningurinn gildir 'um óákveðinu
tíma, telst gjaldið af ársleigunni tífaldri. Ef hanu
skal gikla æfitíð leigjanda, telst gjaldið einnig
af ársleigunni tífaldri, og eins er þótt samning-
urinn skuli einnig gilda meðan ekkja hans lifir
Samningur um leigu á skipi til ákveðinnar
ferðar eða ferða, telst gilda ákveðinn tima.
Erfðafestubréf, sem veita eiga heintild til að
selja og veðsetja, stimplast á sama hátt.
Kaupmálar, sem gerðir eru á undan stofnún
hjúskapar, stimplast með 5 kr., en kaupmálar,
sem gerðir eru síðar, meö ^2% af þeirri fjárhæð,
sem það neriiur, er eftir þeim skal vera séreign
annars hjónanna.