Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 6

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 6
F A N N E V. -I gráhærður og kinníiskasoginn, en var þó ern og fjörugur. Hann var barngóður og mesti æringi. Hann lék sér við okkur, hopp- aði og stökk, þegar bezl lá á honum, og masaði við okkur á ambögumáli sínu. Þá var hon- um bezt skemt, ]>egar hann sagði einhverja þá vitleysu, sem við veltumst um að hlæja að. y>Spielen sie, KinderkC var viðkvæði hans. Við vissum hvað það þýddi, en útlögðum það þó á okkar vísu og gerðum úr því: spilið þið, kindur. Svo lilógum við að honum upp í opið geðið á honum — og hann sjálfur með okkur. Hann var Þjóðverji, ættaður frá Suður-Jótlandi, varbeykir að iðn og hafði ílutzt hingað til lands um tvítugs aldur. Fyrsl hafði liann verið beykir við dönsku fastaverzlunina, síðan verzlunar- maður þar. Svo fór hann að verzla og verzlaði í mörg ár ineð mikl- um blóma. Nú var hann hættur * Pýzko, franiborið: spilcn si, kindcr, og þýðir: lcikið ykkur, börn. því að mestu og bjó eins og vel- megandi kaupstaðarborgari. Hann var giftur íslenzkri konu. Þau áttu einn son uppkominn og þrjú börn önnur á rekivið okkur. Börn þeirra þar á milli liöl'ðu dáið. Sonurinn hét Jóhann og var einkar elnilegur maður og vel látinn. Hann var trúlofaður bóndadótlur á bæ þar í nánd við kaupstaðinn, efnaðri stúlku og fríðri, sem þótti einhver bezli kvenkostur þar um slóðir. Þótt Behring gamli hefði verið svo lengi hér á landi, hafði lion- um gengið illa að læra íslcnzk- una. Hann skildi þó nálega alt, sem við hann var sagt, en málið, sem hann talaði, var okkur börn- unum — og jafnvel íleirum — ó- þrotlegl hlátursefni. Þó kastaði tólfunum þegar hann fór að reyria að tala íslenzku, því þar var ekk- ert orð óbjagað. Enda gerði hann það sjaldan. Bezt skildum við þýzkuna lians, enda vórum við orðin henni svo vön. Þóll margt kæmi okkur þar kátlega fyrir, lærðum við nöfn lians á ýmsuin lilutum, snerum út úr þeim, rang- færðum þau, hermdum eftir lion- um og lilógum að öllu saman en all í sakleysi. Enginn vildi móðga hann, því öllum þótti svo vænt um hann.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.