Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 20

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 20
18 F A N N E Y. Annar áfangastaðurinn var Kópavogur. I3ar dreifðu börnin sér út um lautir og bala, hvíldu sig og fengu sér liressingu, því veður var heitt. Sumir keyptu mjólk heima í Kópavogi, en aðrir höfðu hana með sér. Þegar svo allir voru seztir, mátti víða sjá tvö systkin, leiksystkin eða börn úr sama húsi sitja saman með mat í höndum og körfu við lilið sér, líkt og myndin sýnir, sem fylgir þessari ferðasögu. — Eftir stutta stund var ferðinni lialdið ál’ram. — »Erum við nú ekki bráðum komin til Hafnarfjarðar?« spurði Gunna litla gæzlumanninn i sjö- unda sinn. »Nei, leiðin er ekki nema hálfnuð enn þá«, svaraði hann og klappaði á kollinn á henni. Svo fór liún að syngja með hinum börnunum: »Ó,ferða- lífið frjálsa, hve fagnar hjartað þá, er gyllir hnúka og hálsa liin liýra sólarbrá«. f' þriðja skifti var hvílt áður en lagt var á liraunið. Voru þá raðirnar farnar að ruglast og öllum lofað að vera þar sem þeir vildu. En þegar nær því var komið yfir hraunið og farið var að sjást ofan á llöggin á skip- unum, sem lágu á íirðinum, var aftur raðað og gengið í takt. »lJað er víst verið að flagga fyrir okkur«, sagði Gunna litla hlæjandi og þóttist hafa verið heldur fyndin. »Eg skal llagga á móti«, bætli liún við og rétti litla ílaggið sitt svo hátt upp í loftið sem hún gat. Nú var komið fram á hraun- brúnina fyrir ofan kaupstaðinn. Blöstu þá liúsin og höfnin við augum ferðafólksins, sem farið var að lýjast af göngunni og varð því fegið að sjá þarna tak- mark ferðarinnar eftir þriggja stunda útivist. Hafnfirðingum brá í brún, er þeir sáu skrúðgönguna fara eftir strætunum og alla leið suður í Góðtemplarahús. I3ar var þá barnastúkan »Kærleiksbandið« að halda fund og heimsótti allur Æsku-lýðurinn hana. Mátti þá segja að setinn væri bekkurinn, er allir voru inn komnir. Hófust nú ræður og söngvar. Sagði einn aðkomumanna ferðasögu flokks síns og var henni fagnað með lófaklappi, en heimamenn buðu gesti velkomna og báðu þá heila lijá sér sitja. Var fund- urinn hinn ánægjulegasli öllum viðstöddum. Að loknum fundi fór allur hópurinn upp á Hamar, sem er klettaliæð austan við bæinn. — Er sýni þaðan hið fegursta yfir bæ og höfn. Var nú sezl þar um stund, skrafað og skeggræll, etið og drukkið, og síðan farið' norður og niður af hamrinunn og yfir lækinn, sem rennur rétt lijá honum. Er þar slétt grasllöt meðfram læknum og grjótgarðuL”

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.