Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 18

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 18
16 F A N N E V. pOJ ) U7naz?g©nguji@]? AÐ heíir verið venja hjá barnastúlcunum í Reykjavík nú um nokkur ár, að stofna til göngufarar fyrir þá félaga sína, sem heima eru í bænuin og vilja lyfta sér eitthvað upp um há- sumarið. Er það lioll og góð skemtun og hreyfing hin bezta, einkuin et' maður er svo heppinn að fá gott veður. Eg man sér- staklega eftir einni slíkri för, er »Æskan« fór til Hafnai'fjarðar 25. júni 1905. Kveldið áður en fara skyldi var mikið að gera hjá Æsku- mönnum. Börnin hlupu húð úr húð og keyptu sér ýmislegt lil fararinnar, og svo var nú eflir að raða öllu niður í körfurnar og töskurnar heima; það þurfti að ganga vel frá öllu áður en farið væri að hátta, svo að það væri lil taks með morgninum, því að leiðinlegt væri að vera ekki tilbúinn þegar hópurinn legði af stað, nei, það mátli ó- mögulega koma fyrir. Dagurinn rann upp bjartur og blíður og sólin skein í heiði. — »Hvernig er veðrið, mamma?« var fyrsta spurningin margra barna er þau vöknuðu um morg- uninn. »Er ekki rigning? Ætli það verði farið?« spurðu önnur milli vonar og ótta. En þegar þau fengu að vila, að veðrið væri goll og að sjálfsagt yrði farið, þá kom ánægjubros á litlu andlitin. Var þá ekki verið lengi að klæða sig og lygja til farar- innar, scm álli að byrja kl. 9. Þegar sá tími nálgaðist, fóru börnin að streyma úr öllum áltuin að Góðtemplarahúsinu, og háru þau matkörfur sínar og ferða- töskur, því enginn skemtir sér svangur. Var nú heldur ferða- hugur i liópnum og ekki beðið boðanua að leggja af stað. Eftir að farangri allra liafði verið komið fyrir í hestvagni, scm hafður var með til þess að lélla á ferðafólkinu, var farið að raða í gönguna; gengu tveir og tveir samaii og háru margir smállögg, en í broddi fylkingar var borinn slór fálkafáni. Lagði liersingin nú af slað, en gæzlumenn gengu utan við og gæltu raðar og reglu. Töldu þeir þá í liópnum og voru það 150 manns, drengir og stúlk- ur, sem gengu með blaktandi llöggum eftir götunum sem leið Iiggur upp að Skólavörðu. Þótli þeim, er á horfðu í dyrum og gluggum þar sem farið var fram lijá, flokkurinn fríður ásýndum, og mörg utanfélagsbörn óskuðu

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.