Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 25

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 25
við þann stað, þar sem hún liafði liíað æskuár sin og nolið ástar og umhyggju fóstru sinnar. Og enn þá sárari varð söknuð- urinn þegar hún kom í nýja heimkynnið. Að vísu elskaði biskupinn hana eins og hún væri dóttir hans; en öðru máli var að gegna með systur hans, sem eftir dauða manns síns hafði flutt til hróður síns og stýrði nú búi fyrir hann. Hún var því mótfallin, að María væri tekin í hiisið, og ávítaði hróður sinn harðlega fyrir það. Hún gerði nú Maríu að herbergisþernu sinni, og í livert skifti, sem hún gcrði ekki verk sín óaðtinnanlega, fékk liún hörð orð að heyra hjá hús- móður sinni. En María har það alt með þögn og þolinmæði. Eina frið- stundin, sem hún liafði, var þegar gamla konan fékk sér miðdegis- blundinn. IJá opnaði hún glugg- ann á herbergi sínu, seltist við hann og andaði að sér hreinu lofti. Þaðan var ágætt útsýni yíir fagran garð, sem skilinn varfrá biskupshúsinu með mjóum stíg. Þar sá hún oflast um þelta leyti dags liinn unga nábúa sinn, Jóhann Paslelot fatasala. Móðir lians gegndi liúsverkum fyrir hann, en systir hans hjálpaði honum í fatasölubúðinni. Stund- um sá hún þau öll þrjú vera að vökva blómin í garðinum eða þau sátu inni í laufskálanum. María gat eigi annað en öf- undað þau af þessu hamingju- sama lieimilislííi, og hún fylgdi með athygli öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. En þegar minst varði, vakti rödd gömlu konunnar hana af þessum draumi og hún varð að hverfa aftur að sínum leiðinlegu hversdagsslörfum. Nokkrum sinnum liafði fata- salinn komið í biskupshúsið í verzlunarerindum og stundum liafði María mætt honum á leið til kirkjunnar. Þá lieilsaði hann henni alt af vingjarnlega. Og ekki leið á löngu áður en þessi kurteisi ungi maður hafði vakið hlíðar tilfinningar í hrjósli henn- ar, svo að hún hlakkaði lil þeirrar stundar, þegar hún fengi að sjá liann úli í garðinum. Hann varð þess líka íljótt á- skynja, að Maríá bar hlýjan liug til hans, og var það honum sannarlegt gleðiefni, því sömu tilíinningar hreyfðu sér lijá hon- um. Hann kom því alt af á sama tíma í garðinn og Maria opnaði gluggann sinn og liorfði út. Á þennan hátt gafst þeim færi á að tala hinu þögula ásta- máli, sem fólgið er í augnatil- litinu einu. En þessi friður slóð ekki lengi. Einu sinni kom gamla konan óvörum inn i lierbergi Maríu, þar sem hún sal við opinn gluggann og horfði út.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.