Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 46

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 46
44 FANNEY. -i Þegar móðirin var að segja drengnum sínum frá þessu, og var búin að raula fyrir hann mörg falleg lög, sofnaði hann í faðmi hennar og svaf að þessu sinni sætt og rótt, lil mikillar gleði fyrir móðurina; þó hún gæti nú ekki sofnað aftur, þá gladdi það liana, að barnið henn- ar veika liafði nú fengið ró, og hún þakkaði það gjafaranum alJra góðra liluta. Þegar barnið valuiaði að morgni næsta dags, sagði það móður sinni, að sig liefði dreymt svo óslcöp fallegan draum. »Hugsaðu þér, elslcu mamma«, mælti drengurinn, »ég var í fögr- um garði. Ó, þar uxu mörg, Ijöldamörg tré. Þau voru fögur eins og jólatré og greinarnar svignuðu undir þutiga stórra epla og annara ávaxla. Þar var líka uppspretta og upp úr henni ólg- aði vatn, tært eins og kristall. Þá kom til mín engill, setn spurði mig, hvort ég væri goll barn og kynni bænir. Eg sagði já við því. Þá tók engillinn mig við hönd sér og leiddi mig að lind- inni og mælti: »Þegar veilcl barn drekkur af þessu uppsprettuvatni, verður það þegar heilt lieilsu«. Þá drakk ég af vatninu og það lcældi mig mjög og hresti. Þá leiddi engillinn mig aflur út i garðinn og sagði mér að fara aftur lil þín, mamma mín, og vera þér hlýðinn og góður drengur«. Móðirin brosti, þrýsti bjartans drengnum sínum að brjósti sér og gladdist yfir því, að hann hafði dreymt svo vel í örmum hennar, og að liann var nú friskari en kvöldið áður og að nú skein æskufjörið aftur út úr augum hans. Tlt. Á. FYIÍSTA IvIRKJUFERÐIN. Prestskona: »Ég ætla nú að lofa þér að fara í kirkju í dag i fyrsta sinn, Stina mín. Hann pabbi þinn ætlar að messa. En þá verður þii að vera kyr og siðsöm, því að þar eiga allir að þegja og sitja kyrrir«. Þegar Stína kom h'eim úr lcirkjunni og móðir hennar fór að spyrja hana tíðinda þaðan, sagðihún: »Það voru allir sið- samir í lcirkjunni, nema hann pabbi; hann var alt af að tala og hafði svo hátt«.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.