Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 10

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 10
8 F A N N E Y. Rétt á et'tir komu kindurnar, sem liöfðu verið að kro]>pa hnjót- ana á milli svellanna, yíir svellin á harðaspretti. Þær réðu sér ekki fremur en telpurnar. Pær komu varla fyrir sig fótum fyr en niðri í íjöru. Þar hópuðu þær sig saman í skjóli við bát- ana og geymsluhúsin. »Spilið þið nú, kindur!« — nú átli það við. Rokið var okkur nýtt, stórt leikfang, sem við áttum fult í fangi með að ráða við. Við ætl- uðum að takast á loft tivað eftir annað. Við hlógum, skræktum og hrópuðum hvort lil annars. Altir vildu l)era sig mannalega, en raunar gat enginn staðið á fót- unum. »Við skulumhafa okkur heim!« hrópuðu telpurnar. Simbi var nú ekki á því. »Far- ið þið heiin«, sagði liann, »ann- ars i'júkið þið. Þið eruð svo miklir aumingjar!« Telpunum sárnaði þelta, en þó létu þær sér það að kenningu verða. Þær þræddu auðu hlell- ina og meira skriðu en gengu heim til sin. Sumir drengirnir gerðu það sama. En ég vildi ekki verða minni en Simbi, og svo fylgd- umst við að. Við vorum orðnir vanir því, að böðlast sainan. Við létum herast undan rok- inu ofan á milli kaupstaðarhús- anna, sömu leið og kindurnar höfðu i'arið, og námum staðar í skjóli við húsin. Við sögðum ekki margt, því við höfðum nóg að gera að ráða okkur. Pegar við komum ofan lijá húsi Behrings, fauk hattkúl'- urinn af Simha. Hann tóksl í háaloft og kom ekki niður lyr en langt úti á sjó. »Spilið þið nú, kindur!« hróp- aði ég á eftir hattinum til þess að striða Simba, en hélt með háðum höndum um liúfuna mína. Simbi þaut eins og elding ofan í fjöruhorð á eftir hattinum. Par stóð hann stundarkorn og horfði áeftirhonum. Pegarhann haks- aði upp fjöruna á móti veðrinu var hann blárauður í framan og heit á jaxlinn. Ilann þurfti að herða sig, en vildi ekki gera mér það til eftirlætis að fara að skæla. Hárið á honum fauk til ogýl’ð- ist eins og kambur á hana. líg rak upp skellihlátur að honum. Svo tókum við okkur stöð í skjóli undir grindalijalli sem Behring átti. Eg slcemti mér við að horfa á það sem á gekk. Rokið var afskaplegt. Alt lauslegl var á lérð og llugi. Harðir þorskhausar komu í loftinu og ilugu fram lijá. Svuntur, skyrturæflar og sokkar komu á eftir; einstöku hattur slóst í l’örina. Sjórinn rauk eins og mjöl. Kviðurnar tóku sig upp við fjöruborðið og stækkuðu eftir því sem þær færðust frá landi.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.