Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 15

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 15
F A N N E V. 13 fór svo vel saman, var svo ein- i'alt og látlaust, svo þýtt og blítt, að yndi var að hlusta á það, þótt hann syngi það einn og við æll- nm liágt með að slcilja orðin. Það vorn gamlar minningar frá jólum æslcustöðva hans, sem hann söng þá fram og rifjaði upp fyrir sér. Hann var skjálf- raddaðri nú, en hann hafði ver- ið áður. Að því búnu var farið að út- býta jólagjöfunum. Það gerði Behring sjálfur. Hann gekk lil hvers harns með það, sem því var ætlað, sagði eitthvert ]>líö- legt orð við það á högumáli sínu og klappaði því á kinnina eða kollinn. Nú datl engu okkar í hug að lilæja að ambögumim hans. Svo komu sætindin. Eftir ör- skamma stund voru föngin á okk- ur orðin full af sætindum og jólagjöfum. Nú vildi gamli maðurinn að við færum að skemta okkur, hoppa og dansa kringum jóla- tréð, syngja og gala, eðajafnvel ólátast. En það leit ekki út fyrir, að við hefðum löngun lil að gera neitt af þessu. Við stóðum öll þegjandi og horfðum á gamla manninn. Hann gekk frá hverju harninu til annars, reyndi að koma því til þess að hlæja, kraup niður hjá því, lék sér við það, gerði sig skoplegan í fram- an og reyndi að lala íslenzku en það var það skoplegasta, sem liann gat gert.—Enámilliand- varpaði hann þunglega. »Spielen sie, Kinder—spielen sie, Kinderk hrópaði hann lil okkar hvað eftir annað. Eg skotraði augunum snöggv- ast til Simba. Hann stóð eins og drengur úr vaxi og dall hvorki af honum né draup. Telpurnar stóðu líka eins og brúður og liéldu fast utan um bréfpokana og jólagjafirnar eins og þær væru ráðalausar með það. En þær andvörpuðu engu minna cn gamli maðurin n. » Tanzen sie! — Wollen sieniclii tanzen — was?«* »Hann er að spyrja ykkur, hvorl þið viljið ekki dansa. Hann er að biðja ykkur að fara að leika ykknr«, sagði frú Behring. Hún hélt að börnin skildu hánn ekki. Aldrei hafði þó áður þurft að þýða fyrir okkur það sem hann sagði. Gamli Behring tók eina telp- una og losaði henni úl á gólíið. Björg lók einn drenginn og fór að dansa við hann. Öll liin hörnin stóðu kyr. Það reyndist ómögulegt að koma okkur af slað, ómögulegt að blása líli og tjöri í samkvæmið. Þótt einstöku krakki væri dreg- inn úl á gólíið til þess að dansa, * Dansið þið. Viljið þið ckki dansn, — livað?

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.