Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 31

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 31
F A N N E Y. 29 i gluggann og lét disk yíir liana, til þess að flugurnar færu ekki í hana. Svo sagði hún við börn- in: wÞið megið ekki borða af hunanginu í kvöld, þvi að á morgun er sunnudagur og þá eigið þið að fá hunangsköku með morgunkafíinucc. Börnin urðu mjög glöð við að heyra þetta og dönsuðu um alla stofuna. Jóni litla fór þó að þykja það nokkuð langur tími að híða til morguns með að bragða á hunanginu, og þegar móðir hans fór fram í eldliús til að búa lil kvöldverðinn, læddist hann með hálfum liug að glugg- anum, tók diskinu ofan af skál- inni og drap fingrunum í liun- angið. Hann ællaði að eins að bragða á þvi einu sinni, bara einu sinni. En það var svo sælt, að hann vissi ekki af fyr en mikið var búið úr skálinni. Þá roðnaði hann, lét diskinn yíir skálina og flýtti sér burt, svo að liún skyldi ekki freista hans aftur. Ivvöldverðinn bragðaði hann ekki og þegar hann var háttaður, var honum ómögulegt að lesa bæn- irnar sínar. Móðir lians kom að rúminu til hans og spurði, hvort bann hefði etið af hun- anginu, en hann neitaði því og sneri sér upp að þili. Um nóttina gat hann lítið sofið og dreymdi illa, og þess vegna leit hann svo óánægjulega út um morguninn. Nokkru eftir sólaruppkomu kom móðir barnanna inn til þeirra og vakti þau. Börnin klæddu sig í flýti, borðuðu morgunverð og fóru svo út í skóg að safna brenni. Helga var glöð og ánægð og söng morgunvísur. Það gladdi hana að skoða marglitu hlómin og sjá og lieyra til fallegu smá- fuglanna, sem hoppuðu syngj- andi þúfu af þúfu til að leita sér fæðu. Hún gat ekki skilið í því, hvernig Jón gæti verið svo fálátur og þögull, þegar náttúran var svona hrosandi og yndisleg. Leið þeirra lá gegnum full- sj)rollinn kornakur og bærðust kornöxin fyrir morgungolunni. Jóni heyrðist ])au vera að livísla einhverju og l'ór að hlusta eftir livað það væri; honum heyrðist þau þá hvísla hvert að öðru: »Hann hefir skrökvað, liann hefir skrökvaðcc. — »Við skulum flýta okkur héðancc, sagði Jón og fór að greikka sporið; Helga vildi eigi dragast aftur úr og hraðaði sér því líka. Rétt á eftir komu þau inn í fagurgrænan skóg. Þar stóðu trén svo alvarleg og íbyggin og lireyfðu ofurlítið blaðkrónurnar, og það var eins og blöðin væru að hvísla einhverju leyndarmáli hvert að öðru. Jón lagði hlust- irnar við og heyrðist honum þau þá segja: »Hann hefir skrökvað, liann liefir skrökvaðcc. — »Við

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.