Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 39
FANNEY.
37
Ekkert nafn stóð undir þess-
' um línum, en konan þekti rit-
liöndina. Það var greifaekkjan,
sem hafði skrifað þetta og látið
þessa góðu gjöf í vasann á
brúðarkjólnum.
Mörg ár eru liðin.
í einni af hinum skrautleg-
ustu kirkjum borgarinnar voru
ungar persónur að gifta sig. —
Við hlið brúðarinnar stóð ung
stúlka, mjög lík lienni, en fyrir
aftan þær stóð öldruð kona og
horfði með ánægjusvip á þá
hátíðlegu athöfn, sem hér var
að fara fram.
Ég þekti þær undir eins. Það
var konan, sem einu sinni var
veik, og dætur hennar báðar.
Jósefína var að gifta sig.
Þegar neyðin var stærst, var
hjálpin næst. Og þegar fátæktin
livarf, var sjúkdómurinn bráð-
lega horfinn, og nú var gamla
konan orðin hraust og hress.
»Er þelta nú brúðarkjóllinn
góði, sem Jósefína er í?« spurði
ég hana.
»Já«, svaraði hún. »Svo ætla
ég að geyma hann þangað lil
María giftir sig. En svo — svo
á hann að fylgja mér í gröfina«.
(Þýtt úr dönsku).
SNJALLRÆÐI.
Gárungi nokkur kom kaldan
vetrardag inn í veitingahús og
langaði til að setjast nærri ofn-
inum, en þar var þá alskipað
áður. Hann gengur þá til greiða-
salans og biður hann að gefa
hestinum sínum steik og vín og
vindil á eftir. Honum þótti þetta
kynlegt, en lét þó þjón fara með
það út í hesthús. Gestirnir fóru
nú að verða forvitnir og lang-
aði til að sjá skepnuna, sem
ætti að ÍVi þessar kræsingar.
Þyrptust þeir allir út á eftir
þjóninum, en hesteigandinn var
einn eftir inni. Tók hann sér
nú hezta sætið við ofninn. —
Eftir litla stund kom allur lióp-
urinn inn altur og segir, að hest-
urinn vilji ekki smakka á mat-
num. — »Hvað er þella? Vill
hann ekki matinn? Það er þá
hezt að ég horði liann sjálfur.
Það fer líka svo ljómandi vel
um mig hérna. Eg þakka ykkur
fyrir ómakið«.