Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 5

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 5
TIL SOLARINNAR. |j(|AÐ morgnar. Sjá roðann, er færist um fjöll J Y Fjörgjafinn himneski kyssir þar mjöll. a tindunum geislarnir glóa. Skuggarnir hverfa og hvarvetna’ er bjart, hrakið af stóli er náttmyrkrið svart og læðist um lautir og móa. Gleðinnar móðir, þú glóbjarta sól, er geislana sendir frá upphimins slól, velkomin vertu oss öllum. Rér fagna í hliðunum stormhrakin strá. stirðnuðu jurtirnar grundunum á og hríslurnar hæst uppi’ í fjöllum. Fagna þér börnin með fölnaða kinn, er finna þau vennandi ylgeisla þinn mjúklega minnast við vanga; fagna þér hruinir og fjörvana menn, fuglarnir húsviltu lofa ])ig enn, sem úti á gaddinum ganga. Himnanna drotning, sem umfaðmar all, alt, sem í heimi er dapurt og kalt, lýs upp með ljósinu bjarta; syrgjendum grátperlur kystu af kinn, í kotbæinn fátæka Ijómaðu inn og svalaðu sérhverju hjarta. [Fnrk.] Pétlll' SÍ()lll‘ðSSOH.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.