Fanney - 01.05.1908, Page 5

Fanney - 01.05.1908, Page 5
TIL SOLARINNAR. |j(|AÐ morgnar. Sjá roðann, er færist um fjöll J Y Fjörgjafinn himneski kyssir þar mjöll. a tindunum geislarnir glóa. Skuggarnir hverfa og hvarvetna’ er bjart, hrakið af stóli er náttmyrkrið svart og læðist um lautir og móa. Gleðinnar móðir, þú glóbjarta sól, er geislana sendir frá upphimins slól, velkomin vertu oss öllum. Rér fagna í hliðunum stormhrakin strá. stirðnuðu jurtirnar grundunum á og hríslurnar hæst uppi’ í fjöllum. Fagna þér börnin með fölnaða kinn, er finna þau vennandi ylgeisla þinn mjúklega minnast við vanga; fagna þér hruinir og fjörvana menn, fuglarnir húsviltu lofa ])ig enn, sem úti á gaddinum ganga. Himnanna drotning, sem umfaðmar all, alt, sem í heimi er dapurt og kalt, lýs upp með ljósinu bjarta; syrgjendum grátperlur kystu af kinn, í kotbæinn fátæka Ijómaðu inn og svalaðu sérhverju hjarta. [Fnrk.] Pétlll' SÍ()lll‘ðSSOH.

x

Fanney

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.