Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 8

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 8
F A N N E V. (i |>að til jóla. Marga daga fyrir jólin var hann sjálfur að })úa þetta út. Hann lokaði sig þá inni í dagstofu sinni. Enginn mátti ganga þar um nema kon- anhans, —allra sízthörnin hans. Á aðfangadagskvöldið mátti heita að alt húsið væri troðfult af börn- um. I’á var gamli maðurinn á- nægður. Hann var e'kki stærri vexti en það, að liann stóð lítið upp úr barnaþvögunni. Skallinn á lionum Ijómaði við öll þessi kertaljós, og munnvikið dróst enn þá lengra út á kinnina. ()g jólatréð —! Ekkert okkar mun nokkurn tíma gleyma því augnabliki, þegar báðir luirðar- vængirnir voru opnaðir og það blasti við okkur. 'l'réð sjálft stóð á borði og var hlaðið alls konar ágæti. Þó komst ekki nándar- nærri all fyrir á þvi, svo borðið í kringuin það var líka fult. Þar voru brúður banda telpun- um, spriklmenn, livellbyssur, hljóðpipur, munnhörpur, lita- stokkar------ja, hver endist til að telja upp öll þau leikl'öng, sem þar voru. Og svo öll sætindin í bréfpokunum, rúsínur, sveskj- ur, fíkjur, brjóstsykur og allavega súkkúlaði-myndir. ‘20—30 prúð- búin börn borlðu undrandi aug- um á alt þetta og biðu þess með mikilli eftirvæntingu, hvað falla myndi i þeirra hlut. Ambögurnar gamla mannsins og þýzkan lians voru cins og salt og krydd í þessu öllu saman. Aldrei var hann ánægður með það, hvernig við lékum okkur. Aldrei þótti lionum við nógu ljörug. All af livatti bann okkur og sagði: »Spielen sie, spielen sie, Kinderk ogæíinlega tóksl bonum að koma okknr í þann algleyming, að við gleymdum bæði stund og slað, og vöknuðum sem af sælum draumi þegar foreldrarnir sóttu okkur. Þessi jólakvöld voru okkur ógleymanleg. Við hlökkuðum langmest til jólanna einmitl vegna þeirra. Og það var ekki ástæðulausl að okkur þótti vænt Um Bebring gamla. Við elskuð- um bann ekkert minna en for- eldra okkar. líg er viss um, að enginn maður heíir þá verið á íslandi, sem jafmnörgum börn- um þótli vænt um. »Spilið þið, kindur«, var kær- asta snillyrðið, sem við kunnum eftir Behring gamla. Það ællaði aldrei að úreldast. \'ið notuðum það við alls konar tækifæri. Þeg- ar eitthvað gekk fram af okkur, notuðum við það sem upphróp- unarorð, stundum heilsuðumst við með því og ætíð hlógum við að því. Það var nægilegl verkefni fyrir ímyndunarall okkar að hugsa okkur það, hvernig kindurnar litu út, þegar þær væru að spila. Við hugsuðum okkur mórauða

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.