Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 17

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 17
FANNE Y. 15 Ein lelpan skar uppúrogfór að gráta. »Eg vil faralieim!« sagði hún kjökrandi, þegar hún var spurð um, af hverju hún væri að gráta. íJá var okkur öllum lokið. Sum fóru að gráta, en sum vikn- uðu svo, að þau gátu ekkert sagt. Pað komu undarlegir kippir í andlit gamla mannsins. Hann sneri sér frá okkur og þurkaði augun, en stilti sig þó. Þegar við kvöddum liann, faðmaði hann okkur að sér, eins og hann ætti hvert bein í okkur, og kvaddi okkur öll með kossi. Tárin hrundu niður andlitið á honum. Pó fundum við, að hann var i raun og veru að þakka okkur fyrir eitthvað. Hann fann það og vissi, að það var af hlutlekningu i sorg hans, að við gátum ekki skemt okkur. Þessi samkoma hafði fengið alt annan l)læ en hann hafði ætlast til og búist við. En eg er viss um, að hann hefir oft hugsað hlýlega til okkar siðan. Ekkert vermir hjörtu mann- anna í sorgum þeirra eins og hluttekning annara manna, og hluttekning barnanna er sönn og einlæg. Mörg jólakvöld eftirþetta kom- um við saman við jólatré gamla Behrings. En þetta lcvöld ínun verða okkur öllum minnisstæð- ast, þvi það var fátækast af léttúð og galsa, en ríkasl af göfugum tilfinningum. Jón Trausti. ÁGÆTT ALMANAK. Gísli: »Hvaða vikudagur er í dag?« Geir : »Skeggið á mér segir að það sé löstudagur«. Gisli: »En hvaða mánaðardag- ur er þá?« Geir: »Peningahuddan mín scgir að það sé sá tutlugasli og níundi«. (Hann rakaði sig á laugardöguin og fékk kaup sitl 11111 mánaðamót). HIMINBLÁMINN. ]).: »Hvernig stendur á því, að hann Sigurður fer út núna án þess að liafa regnhlíf eða kápu; sér hann ekki livað lol'tið er þykt og þungbúið, og að hráð- um fer að rigna?« B.: »En sér þú ekki, að hann gengur alt af með blá gleraugu og sýnist því himininn heiður og hlár, hvernig svo sem hann er i raun og veru?«

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.