Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 21
á aðra hönd. Var farið þar í
ýmsa leiki og gekk það til kl. 6.
Þá var lagt af stað heimleiðis.
Gekk heimferðin greitt, þótt oft
væri livílt, og ekki var sparað
að syngja. Var fagurt að sjá
sólarlagið af Öskjuhlíðinni og
þótti þá sjálfsagt að syngja: »Nú
hlika við sólarlag sædjúpin köld«
og »Sjáið, livar sólin hún linígur«.
Svo í'óru allir niður að Góð-
templarahúsi, kvöddust þar og
þökkuðu hverir öðrum fyrir góða
og skemtilega samvist um daginn.
Og þrátt fyrir það, þótt margir
væru orðnir þreyttir, og liefðu
jafnvel gert sér að góðu að sitja
i farangurs-vagninum síðasta á-
fangann, innan um körfur og
kassa, voru allir í góðu skapi
er þeir skildu og sáu ekki eftir
að hafa farið þessa ferð, sem
liafði hepnast svona vel.
A. S.
Klausturb arnið.
Söguleg frásaga
febrúarmánuði árið
1569 var um mið-
næturskeið drepið
harkalega á dyr
Maríuklaustursins í
Soissons á Frakk-
landi og dyrabjöllunni liringt
ákallega. Klausturbúar vökn-
uðu við vondan draum og liugðu
að hætta væri á ferðum. Dyra-
varðkonan þorði ekki að lúka
upp dyrunum, heldur fór inn í
klefa abbadísinnar, til þess að
spyrja hana hvað gera skyldi.
Abbadísin klæddi sig í snatri og
gekk til dyra, en opnaði þær
ekki. Síðan spurði hún hver úti
væri, er léti svo afskaplega.
eftir Vilhelm Girschner.
»Maður, sem óskar að fá að
tala við abbadísina«, svaraði
ruddaleg rödd fyrir utan.
»Ég er abbadísin«, svaraði
hún. »Hvað viljið þér mér?«
Gesturinn mælti þá nokkur orð
í mildari róm á máli, sem dyra-
varðkonan skildi ekki. En ahba-
dísin skildi það, og þegar hann
hafði lokið máli sínu, varð hún
ótlaslegin og lauk fljótt upp dyr-
unum. Komu þá tveir menn í
síðum kápum inn i ganginn.
»Hér er sending, sem mér var
hoðið að færa yður, ahbadís«,
sagði annar gesturinn og lagði
böggul gætilega á gólíið við fætur
hennar. »Og hér er bréf, sem