Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 40

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 40
38 F A N N E Y. TVÍEYRINGURIM, & V O L í TI L L drenghnokki kom lilaupandi eftir göt- unni og skall svo liált og hvelt i tréskónum hans: Klipp, klapp! klipp, klapp! að hörmung var að lieyra. Ánægjan skein svo skærl út úr andliti lians, að við sjálft lá að sólin yrði heiðgul af eintómri öfund; en hann var nú líka svo fram- úrskarandi glaður og ánægður. Hann liafði farið slutta sendiför fyrir mann og fengið tvo aura fyrir. Það má heita mikið fé, þegar ekkert er til fyrir, og það stóð nú einmitt svo á fyrir hon- um, að hann átli engan eyri fyrir. Pegar maður verður velmeg- andi svona alt í einu, þá veit maður varla hvernig bezt er að snúa sér, og svo íor einmitt fyrir drengnum. Hann gat í hvorug- an fótinn stigið af ánægjunni og þess vegna hljóp hann líka. Löngu.gulu hárlokkarnir Ilöks- uðust í allar áttir fyrir vindin- um; þeir höfðu aldrei verið skornir til ]>essa, af því að hún mamma hans liafði ekki efni á að láta gera það, og af því að það fór honum svo vel að hafa þá. Jú, jú, þetta var ljómandi yndislegur drengur. Á hlaupunum var hann að l>rjóta heilann um það, hvað hann ælli nú eiginlega að gera við alla þessa peninga og það var nijög skynsamlegt afhonum; maður ætti alt af að hugsa vand- lega um það, livað maður gerir við peningana sína; en það gera nú samt ekki nærri allir. Hann átti reyndar svolítinn grís heima, sem ætlaður var til þess að safna í hann aurum, en honum leizt ekki ráðlegt að lála tvíeyringinn í hann; — honum mundi bara leiðast þar, því þar var enginn eyrir undir; það vildi drengurinn ekki, því hann vissi hvað það var að leiðast. — Nei, þá var nær að kaupa sér heldur lakrís, súkkulaðivindil eða — ó, það var svo ósköp margt, sem hann gat keypt og honum veitt- ist erfitt að upphugsa, hvað það ætti lielzt að vera. Hann gægð- ist eftir tvíeyringnum í lófa sín- um, eins og liann langaði til að heyra álit lians á málinu; tví- eyringurinn blikaði ofboð kunn- uglega til hans, en drengurinn skildi liann ekki, og sama er að segja um mig, og get ég þess vegna ekki sagt frá álili hans. Á hlaupunum mælti hann hundi, sem kom í hendingskasti á móli honum; en drengurinn var i svo djúpum hugsunum, að liann veitti því ekki eftirtekt.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.