Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 50

Fanney - 01.05.1908, Blaðsíða 50
48 F A N N E Y. Faðirinn: »Nei, mér leiðisl svo mikið að heyra lil þín, þegar þú fer að blása í, hana, og þú gerir mér ónæði með henni«. Einar: »Nei, ég skal aldrei blása í hana, nema þegar þú sefur«. í DÓMSALNUM. Dómari: »Nú ætla ég að lesa upp nöfn allra þeirra, sem vitni eiga að bera i þessu máli. Þeir, sem hér eru staddir, segi já, en liinir, sem ekki hafa komið, segi nei«. -•- DÝR HATTUR. Frœndka: »Nú get ég ekki keypt handa þér kökur, Jói litli, af því að ég hef gleymt peninga- buddunni minni heima«. Jói: »Þú gelur keypt fyrir pen- ingana, sem þú hefir i hattinum þínum«. Frœndka: »Hvað áttu við?« Jói: »Hann pabbi sagði í gær, að það lægju miklir peningar í svona dýrum hatti, og nú skul- um við nota þá«. ALDREI HEIMA. Meðal bréfánna, sem bæjar- pósturinn hafði meðferðis, var eitt til hans sjálfs. Hann kom tvisvar heim til sín og spurði, livort þessi maður, sem hér væri nefndur utan á bréfinu, væri heima. En j)egar því var neit- að, lók hann bréfið og skrifaði á það: Gengur ekki út; viðtak- andi aldrei heima. Síðan skil- aði hann því aftur á póstliúsið. -•-- SEÐLARNIR. Ferðamaður: »Mig langar til að sjá þessa höll að innanverðu«. Hallarvörður: »Það getið þér fengið, ef þér hafið slcírnar-, bólusetningar- eða — eða—fimm- króna-seðil á yður«. -•- TVEIR VEGIR. Bína: »Hann Bjössi bróðir minn segist ætla að ganga menta- veginn, þegar hann verður stór. En hvaða veg á ég þá að ganga?« Faðirinn: »Eg veit ekki. Hvað vilt þú?« Bína: »Eg lield ég vilji helzl ganga — Laugaveginn!«

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.