Syrpa - 01.09.1913, Qupperneq 6

Syrpa - 01.09.1913, Qupperneq 6
4 SYRPA kom inn um gluggann og fálmaði um borðiö. Hún greip brauðið og drykk- inn. Enginn okkar hreyfði sig. Eng- inn mælti orð. ViS drógum varla and- Ann. fannað sinn kom höndin í ljós. Það var likt og sá, sem úti var, væri í efa um, livort það gæti verið, að svo mikil björg væri sér ætluð, þegar höndin rakst í diskinn, sem var hlað- inn allskonar krásum. “Taktu þetta líka, sonur minn,” sagði bóndinn og leit ekki við. “Við höfum gert okkur glaðan dag í dag og vildum láta þig njóta þess. Get- um við gert nokkuð frekar fyrir Þig?” “Já, biðjið fyrir mér.” Við heyrðum þunga stunu, brak í runnum og þreytulegt fótatak í snjónum; svo varð alt hljótt. Constantín þagnaði skyndilega og og starði inn í blossandi eldinn eins og hann sæi þar myndina af litla bóndabýlinu, langt austur í Asíu, þar sem Ijós logar á hverri nóttu í glugg- anum og matur er tilbúinn handa þeim, sem verða að fara huldu höfði. Eg. Erl. þýddi. GESTUR í RIFI. Eftir S. BAUDIZ. Jón Jónsson frá Sleðbrjót þýddi. Veturinn 1476—77 var óvanalega hlýr á fslandi. Það sást ei snjór nema á fjallahnúkum og í giljum. Alstaðar annarstaðar var marautt 0g hafið íslaust, svo langt sem augað eygði. Maríuerlan, sem ekki var vön að koma til íslands fyr en í Apríl, var nú komin, og þá var nú skipanna von. Það furðaði því engan, er útlent skip sást úti fyrir Rifi síðustu dag- ana í Febrúar. . Rif er veiðistöð, er liggur á norð- vesturodda Snæfellsness, sem er eins og hálfeyja, er liggur út frá íslandi í vesturátt. Nesið ber nafn sitt af Snæfellsjökli, sem gnæfir hátt upp yfir sléttuna á nesoddanuin. Það glóir á fannhvítan jökulskallann í margra mílna fjarlægð. — Nú eru fá hús og fátækleg í Rifi, eins og öðrum veiðistöðum þar. En þegar saga þessi gerðist, var þar stórt þorp og fiskiveiði mikil, og þangað kom ár- lega fjöldi enskra skipa og færði fiskimönnum nauðsynjar sínar og keyptu aftur harðfisk. Þessi verzl- un, sem var mest rekin frá London, Hull og Bristol, var af öllum haldin ólögleg verzlun, og skipverjar sýndu oft ofríki varnarlausum landslýðnum og atferli þeirra var stundum likast sjóræningja-atferli. Það kom að engu haldi, þó Danakonungar hefðu langt framan úr öldum bannað þessa verzlun og sent mótmæli á mótmæli ofan til Englands. Og ekki dugði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.